Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 1 við 9. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 9. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

VSEPR-kenningin byggir á að

  1. afstæð lengd tengja í sameind ákvarði lögun sameindarinnar.
  2. rafeindasvæði umhverfis atóm raðist þannig að hámarksfráhrindikraftar séu á milli þeirra.
  3. ótengt rafeindapar þurfi minna rými en tengt.
  4. ótengt rafeindapar þurfi meira rými en tengt.
  5. rafeindasvæði umhverfis atóm raðist þannig að lágmarksfráhrindikraftar séu á milli þeirra.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hvaða lögun mynda þrjú og fjögur rafeindasvæði umhverfis atóm?

  Þrjú rafeindasvæði Fjögur rafeindasvæði
a Hyrnd Þríhyrnd
b Þríhyrnd T-laga
c Línuleg Þríhyrnd
d Pýramísk-þríhyrnd Ferflata
e Þríhyrnd Ferflata
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvaða horn er milli tengja þegar tvö og þrjú rafeindasvæði eru umhverfis atóm?

  Tvö rafeindasvæði Þrjú rafeindasvæði
a 109,5° 90°
b 90° 90°
c 180° 109,5
d 180° 120°
e 90° 120°
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hver er heildarfjöldi rafeindasvæða, fjöldi tengja, ótengdra svæða og lögun jónarinnar ClO2-?

  Rafeindasvæði Tengi Ótengd rafeindas. Lögun
a 4 2 2 Hyrnd
b 2 2 0 Línuleg
c 4 2 2 Ferflata
d 2 2 0 Hyrnd
e 4 1 3 Línuleg
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hver er heildarfjöldi rafeindasvæða, fjöldi tengja, ótengdra svæða og lögun sameindarinnar PCl3?

  Rafeindasvæði Tengi Ótengd rafeindas. Lögun
a 4 2 2 Ferflata
b 4 3 1 Pýramísk-þríhyrnd
c 3 3 0 Þríhyrnd
d 4 3 1 Línuleg
e 4 3 1 Þríhyrnd
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Í hvaða eftirfarandi efniseind eru fimm rafeindasvæði umhverfis miðatómið?

  1. NF3
  2. SiCl4
  3. ICl2-
  4. AlCl63-
  5. PH4+
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Ferflötungur

Myndin til hægri sýnir ferflötung. Hver af eftirfarandi jónum eða sameindum eru ekki ferflata?

  1. GeF4
  2. SBr4
  3. AlCl4-
  4. SiBr4
  5. PH4+
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hvað af eftirfarandi er rangt?

  1. ClF5 er pýramísk-ferhyrnd
  2. ICl3 er ferflata
  3. AlCl63- er áttflata
  4. SbCl5 er sexflata
  5. SeCl4 er vegasaltslaga.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Vegasaltalögun

Myndin til hægri sýnir vegasaltslögun þar sem svæði ótengds rafeindapars er blátt. Hvert af eftirfarandi hefur vegasaltslögun?

  1. BrF4-
  2. XeF4
  3. BF4-
  4. SeF4
  5. SiF4
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Í hvaða eftirfarandi sameind er horn milli tengja 109,5°?

  1. BrCl5
  2. XeF4
  3. SF4
  4. BF3
  5. CCl4
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hver af eftirfarandi sameinda er pýramísk-þríhyrnd?

  1. PH3
  2. BF3
  3. SiO2
  4. SnCl2
  5. TeCl4
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Notaðu Lewisbyggingu til að ákvarða hver lögun jónarinnar ClO3- er.

  1. Þríhyrnd
  2. Ferflata
  3. T-laga
  4. Ferningur
  5. Pýramísk-þríhyrnd
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!