Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk
Nafn:________________________________

Heimaverkefni 4 við 8. kafla

Mismunandi mikil skautun sameinda

Eftirfarandi 11 krossaverkefni eiga við námsefni 8. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Í hvaða röð er efnunum ekki raðað eftir vaxandi rafdrægni?

  1. Se < S < O
  2. C < Si < P
  3. C < N < O
  4. I < Br < Cl
  5. Si < P < N
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hversu margar gildisrafeindir koma fram í Lewisbyggingu CN¯?

  1. 13
  2. 8
  3. 10
  4. 12
  5. 9
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Tengið á milli kolefnis og súrefnis í sameindinni H2CO er styttra en það sem vænta má af einföldu tengi milli C og O vegna þess að

  1. súrefni hefur meiri rafdrægni en kolefni,
  2. um er að ræða tvítengi,
  3. kolefni notar d-rafeindir til að mynda sterkari efnatengi,
  4. um er að ræða þrítengi,
  5. vetnisatómin eru tengd innbyrðis.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Teiknaðu Lewisbyggingar sameindanna:
(i) HOBr
(ii) H2O2, (tengi er á milli súrefnisatóma)
(iii) H2CO, (bæði vetnisatómin eru tengd við kolefni)

Hvert af eftirfarandi er rangt?

  1. Súrefnið í byggingu (i) hefur tvö ótengd rafeindapör.
  2. Samtals eru þrjú tengi í sameind (ii).
  3. Tvítengi er á milli súrefnisatóma í sameind (ii).
  4. Tvítengi er í sameind (iii).
  5. Það eru þrjú stök rafeindapör hjá brómi í sameind (i).
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Formleg hleðsla klóratóma í klórítjón, ClO2¯, og klóratjón, ClO3¯, er

  1. 1+ í báðum
  2. 0 og 1+
  3. 1+ og 2+
  4. 3+ og 5+
  5. 2+ í báðum
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Í hvorri sameindinni CH3OH eða CH3COCH3 er tengið á milli kolefnis og súrefnis styttra og hvers vegna?

  1. Í CH3OH vegna þess að í CH3COCH3 er tvítengi.
  2. Í CH3COCH3 vegna þess að það er tvítengi.
  3. Bæði tengin eru jafn löng.
  4. Í CH3OH vegna þess að CH3COCH3 er stærri sameind.
  5. Í CH3COCH3 vegna þess að það er þrítengi.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Teiknaðu Lewisbyggingu sem uppfyllir áttareglu fyrir ClO2¯. Formleg hleðsla atómanna í jóninni er:

  1. Cl 1+, O 1-
  2. Cl 1-, O 0
  3. Cl 0, O 0
  4. Cl 1-, O 1+
  5. Cl 0, O 0, O 1-
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Notaðu Lewisbyggingu, sem uppfyllir átturegluna, til að ákvarða fjölda rafeinda umhverfis S atómin sem eru í miðju jónanna SO32- og SO42-.

Fjöldi rafeindanna er

  1. 8 og 8,
  2. 6 og 8,
  3. 6 og 12,
  4. 8 og 12,
  5. 10 og 10.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hver eftirfarandi Lewisteikninga á best við sameindina COS?

Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Í hvaða eftirfarandi efniseind er ekki vok í efnatengjum?

  1. CO32-
  2. SO3
  3. NO2-
  4. O3
  5. H2O2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Lengd tengis í joðmónobrómíði, IBr, er 2,49 Å og tvískautsvægi þess er 1,21 D.
Í sameindinni er neikvæð hleðsla á

  1. joði og er stærð hennar 1,21 rafeindahleðsla,
  2. brómi og er stærð hennar 0,101 rafeindahleðsla,
  3. brómi og er stærð hennar 1,00 rafeindahleðsla,
  4. joði og er stærð hennar 0,101 rafeindahleðsla,
  5. brómi og er stærð hennar 1,21 rafeindahleðsla.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!