Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk
http://www.mr.is/efn/6khomw1.html

Heimaverkefni við 6. kafla

Hvað er sameiginlegt með atómi og tröppum?

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 6. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hvert frumefnanna, sem merkt eru inn á meðfylgjandi lotukerfi, hefur stærstan atómradíus?

  1. Bróm, Br
  2. German, Ge
  3. Indín, In
  4. Súrefni, O
  5. Fosfór, P
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Rafeindaskipan atómsins Zn er:

  1. [Ar]4s23d10
  2. [Ar]4s24d10
  3. [Ar]4s13d10
  4. [Kr]4s24d10
  5. [Kr]4s23d10
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvert af eftirfarandi atómum hefur rafeindaskipanina [Ne]3s23p1?

  1. Al
  2. Ga
  3. Si
  4. B
  5. C
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hvert eftirfarandi atóma hefur eina eða fleiri óparaðar rafeindir í grunnástandi?

  1. Kalsín
  2. Kadmín
  3. Kvikasilfur
  4. Neon
  5. Sirkon
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Hvert eftirfarandi svigrúma vetnisatóms hefur lægsta orku?

  1. 3p
  2. 4p
  3. 6f
  4. 5s
  5. 6d
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hversu mörg f svigrúm eru á fjórðu orkuhæð?

  1. 7
  2. 1
  3. 5
  4. 3
  5. 2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hversu mörg eru 4p svigrúmin?

  1. 5
  2. 1
  3. 3
  4. 2
  5. 4
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Hver eftirfarandi röðun rafeinda í grunnástand svigrúma er í andstöðu við Hunds reglu?

  1. Ekkert af þessu er í andstöðu við regluna.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hvert eftirfarandi svigrúma í atómi með margar rafeindir er margfalt með (hefur sömu orku og) 5py?

  1. 5px
  2. 4py
  3. 5s
  4. 5dxy
  5. 6s
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Orka ljóseinda, sem losna við fall rafeinda milli þriggja orkuhæða í vetnisatómi, er:

  1. 1,64·10-18 J við fall af 2. á 1. orkuhæð,
  2. 1,94·10-18 J við fall af 3. á 1. orkuhæð og
  3. 4,09·10-19 J við fall af 4. á 2. orkuhæð.

Samkvæmt þessum gildum er orka ljóseindar sem losnar við fall rafeindar af 4. á 3. orkuhæð:

  1. 3,00·10-19 J
  2. 1,09·10-19 J
  3. 2,42·10-19 J
  4. 1,64·10-18 J
  5. 1,36·10-19 J
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hver eftirfarandi rafeindaskipan er röng fyrir atómin sem skráð eru í hverju tilviki?

  1. [Ne]3s23p3 – P
  2. [Ne]3s23p5 – Cl
  3. [Ne]3s2 -- Mg
  4. 1s22s22p1 – B
  5. 1s22s22p4 – N
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hver eftirfarandi svigrúmatáknun brýtur einsetulögmál Paulis?

  1. Allar eru í samræmi við einsetulögmálið.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is