Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni IV, við 4. kafla

Nafn:________________________________
Kopar í lausn af silfurnítrati

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 4. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Þú ert með vatnslausn af Co(NO3)2. Notaðu virkniröðina í töflu 4.5 til að spá fyrir um hver málmanna króm, kalsín, kopar, mangan eða magnín myndar ekki útfellingu af kóbaltmálmi þegar hann er settur í kóbaltlausnina.

  1. Króm
  2. Kalsín
  3. Kopar
  4. Mangan
  5. Magnín
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Við þynningu með vatni, á 200 mL af 2,50 M NaOH lausn í 500 mL, verður mólstyrkur NaOH

  1. 4,20·103 M
  2. 0,441 M
  3. 1,00 M
  4. 2,50 M
  5. 5,95 M
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hvert eftirfarandi er ekki rétt varðandi 0,100 M lausn af (NH4)3PO4?

  1. Í jónunum af uppleysta efninu eru eru 0,400 mól súrefnisatóma í 2,00 L af lausninn.
  2. Í 1,00 L af lausninni eru 6,02·1022 fosfóratóm.
  3. Í 1,00 L af lausninni eru 0,300 mól nituratóma.
  4. Í 2,00 L af lausninni eru 0,200 mól formúlueininga (NH4)3PO4.
  5. Í lausninni eru fleiri ammóníumjónir en fosfatjónir.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hversu mörg grömm af etanóli, C2H5OH, þarf til að blanda 300 mL af 0,500 M lausn?

  1. 23,0 g
  2. 13,8 g
  3. 92,1 g
  4. 46,1 g
  5. 6,91 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Ef 52,0 g af salti eru í 2,50 L af 0,500 M lausn, hversu mörg grömm eru í 2,50 L af 1,50 M lausn sama salts?

  1. 156 g
  2. 52,0 g
  3. 104 g
  4. 78 g
  5. 17,3 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Hverjar eru meðjónirnar í efnahvarfinu?
2(NH4)3PO4(aq) + Al2(SO4)3(aq) --> 2AlPO4(s) + 3(NH4)2SO4(aq)

  1. Al3+, SO42-
  2. NH4+
  3. NH4+, PO43-
  4. Al3+, PO43-
  5. NH4+, SO42-
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hvert eða hver af eftirfarandi hvörfum ganga sjálfkrafa?
(i) Ni(s) + Zn2+(aq) --->
(ii) Pb(s) + Ag+(aq) --->
(iii) Zn(s) + Ca2+(aq) --->
(iv) Al(s) + Fe2+(aq) --->

  1. Aðeins i
  2. Aðeins ii
  3. Aðeins ii og iv
  4. Aðeins i og iii
  5. Aðeins iv.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Athugaðu efnahvörfin:
2AgNO3(aq) + Zn(s) ---> 2Ag(s) + Zn(NO3)2, gengur sjálfkrafa.
Zn(NO3)2(aq) + Co(s) ---> ekki hvarf.
2AgNO3(aq) + Co(s) ---> Co(NO3)2(aq) + 2Ag(s), gengur sjálfkrafa.
Hver er rétta röðin sem sýnir vaxandi virkni málmanna þar sem minnst virki málmurinn er ritaður fyrst?

  1. Co < Ag < Zn
  2. Ag < Zn < Co
  3. Zn < Co < Ag
  4. Co < Zn < Ag
  5. Ag < Co < Zn
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Í efnahvarfinu Cl2(aq) + 2I-(aq) --> 2Cl-(aq) + I2(aq), afoxast

  1. Cl-.
  2. I2.
  3. Cl2.
  4. I-.
  5. H2O.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hverjar af eftirfarandi fullyrðingum eru réttar varðandi hvarfið:
Mg + Cu2+(aq) ---> Mg2+(aq) + Cu ?
(i) Mg er oxað, (ii) Cu2+ er oxað, (iii) Mg er afoxað, (iv) Cu2+ er afoxað.

  1. i og iii
  2. i og ii
  3. i og iv
  4. iii og iv
  5. ii og iii
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Hver er massi botnfalls sem myndast við blöndun 12,0 mL af 0,150 M NaCl lausn og 25,0 mL af 0,0500 M AgNO3 lausn?

  1. 258 g
  2. 0,258 g
  3. 36,0 g
  4. 0,179 g
  5. 179 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvaða rúmmál þarf af 0,125 M H2SO4 til að hlutleysa lausn
sem í eru 2,50 g af Ca(OH)2?

  1. 135 mL
  2. 270 mL
  3. 0,270 mL
  4. 0,135 mL
  5. 540 mL
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

⇋ ⇆ →

Valid HTML 4.01! Valid CSS!