Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni 1, við 4. kafla

Nafn:________________________________
Salt að leysast í vatni

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 4. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hver er oxarinn í efnahvarfinu
2MnO4-(aq) + 10I-(aq) + 16H+(aq) ---> 2Mn2+(aq) + 5I2(aq) + 8H2O(l)?

  1. I-
  2. H+
  3. I2
  4. MnO4-
  5. Mn2+
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hverjar eru meðjónirnar þegar BaCl2 lausn er blandað við H2SO4 lausn?

  1. SO42-(aq), H+(aq)
  2. Cl-(aq)
  3. Ba2+(aq), H+(aq)
  4. Cl-(aq), H+(aq)
  5. H+(aq)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Verður efnahvarf þegar lausnum með efnunum AgNO3(aq) og Na2CO3(aq) er blandað saman og ef svo er þá er lokajónajafnan

  1. 2Ag+(aq) + CO32-(aq) --> Ag2CO3(s)
  2. 2Na+(aq) + 2NO3-(aq) --> 2NaNO3(s)
  3. 2Na+(aq) + 2Ag+(aq) + 2NO3-(aq) + CO32-(aq) --> Ag2CO3(s) + 2NaNO3(s)
  4. Það verður engin felling.
  5. Ag2CO3(s) + 2NaNO3(s) --> 2Na+(aq) + 2Ag+(aq) + 2NO3-(aq) + CO32-(aq)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Hver af eftirfarandi jöfnum er stillt formúlujafna fyrir hvarf sinks við vetnisbrómsýru?

  1. Zn(s) + 2HCl(aq) ---> ZnCl2(aq) + H2(g)
  2. Zn(s) + HBr(aq) ---> ZnBr(aq) + H2(g)
  3. Zn(s) + 2HBr(aq) ---> ZnBr2(aq) + H2(g)
  4. Zn(s) + HBr(aq) ---> ZnBr(aq) + H+(aq)
  5. Zn(s) + HCl(aq) ---> ZnCl2(aq) + H2(g)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Fast efni var auðleyst í vatni og lausn af því gaf ekki botnfall með neinu af eftirtöldum efnum NaCl, NaBr, NaI, Na2SO4, Na2CO3, Na3PO4, NaOH, og Na2S. Þegar sýra var sett út í lausn af efninu myndaðist hveralykt sem er lofttegundin H2S. Fasta efnið var

  1. KBr.
  2. (NH4)2S.
  3. Pb(NO3)2.
  4. Li2CO3.
  5. CuSO4.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Ef sama efnismagn af eftirtöldum efnum er leyst í vatni þannig að veik lausn myndist af efnunum í hvaða tilviki verða flestar jónir í lausninni?

  1. CaSO4
  2. NaHSO4
  3. C2H5OH
  4. MgCl2
  5. NaCl
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Hvert eða hver af eftirtöldum efnum eru ekki rafvakar?
(i) HF, (ii) ethanol, C2H5OH, (iii) C12H22O11, (iv) KClO3, (v) Cu(NO3)2.

  1. ii og iii
  2. iii
  3. i, iv, og v
  4. i, ii, og iii
  5. ii
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Í hverri af eftirtöldum lausnum er mestur samanlagður styrkur jóna?

  1. 0,05 M HBr
  2. 0,1 M NaCl
  3. 0,04 M (NH4)2SO4
  4. 0,1 M CH3OH
  5. 0,03 M Al2(SO4)3.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hvert eftirfarandi efna er daufur basi?

  1. NaOH
  2. RbOH
  3. Sr(OH)2
  4. NH3
  5. Ca(OH)2
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Hver af eftirtöldum jöfnum sýnir rétta, stillta efnajöfnu fyrir hvarf HClO4(aq) við Cu(OH)2(s)?

  1. HClO4(aq) + Cu(OH)2(s) ---> H2O(l) + Cu(ClO4)2(s)
  2. HClO4(aq) + Cu(OH)2(s) ---> H2O(l) + Cu+(aq) + ClO4-(aq)
  3. HClO4(aq) + Cu(OH)2(s) ---> H2O(l) + Cu2+(aq) + 2ClO4-(aq)
  4. 2HClO4(aq) + Cu(OH)2(s) ---> 2H2O(l) + Cu2+(aq) + 2ClO4-(aq)
  5. 2HClO4(aq) + Cu(OH)2(s) ---> 2H2O(l) + Cu(ClO4)2(s)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

HClO4 er

  1. daufur basi
  2. dauf sýra
  3. rammur basi
  4. römm sýra
  5. hvorki sýra né basi
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Hvaða rúmmál þarf af 0,125 M H2SO4 til að hlutleysa lausn
sem í eru 2,50 g af Ca(OH)2?

  1. 270 mL
  2. 540 mL
  3. 0,135 mL
  4. 0,270 mL
  5. 135 mL
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!