Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 3 við 11. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 18 krossaverkefni eiga við námsefni 11. kafla. Opna má ábendingu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota ábendingar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu ábendingar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hversu margar ástandsbreytinganna storknun, gufun, þurrgufun, bráðnun og þétting eru útvermar?

  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
  5. 5
Ábending, loka

2.

Reiknaðu ∆H í kJ fyrir þéttingu 25,0 g af CH3OH við 25°C, ∆Hgufun = 38,0 kJ/mól.

  1. -29,7 kJ
  2. -950 kJ
  3. 29,7 kJ
  4. 1,22·103 kJ
  5. 950 kJ
Ábending, loka

3.

Reiknaðu varmann sem þarf til að bræða 1,55 kg ísklump, ∆Hbræðslu = 6,01 kJ/mól.

  1. 0,517 kJ
  2. 9,32 kJ
  3. -9,32 kJ
  4. -518 kJ
  5. 517 kJ
Ábending, loka

4.

Bræðsluvermi íss er 6,0 kJ/mól og móleðlisvarmi 75 J/mól°C. Hversu mörg kJ af varma þarf til að breyta 50 g af ís við 0°C í vatn við 22°C?

  1. 120 kJ
  2. 21 kJ
  3. 17 kJ
  4. 4600 kJ
  5. 3,8 · 102 kJ
Ábending, loka

5.

Staðalsuðumark freons-11, sem hefur sameindaformúluna CCl3F, er 23,8°C. Eðlisvarmi CCl3F(l) er 0,87 J/gK og CCl3F(g) er 0,59 J/gK. Gufunarvermi, ∆Hgufun = 24,75 kJ/mól. Reiknaðu varmann sem þarf til að breyta 10,0 g af freon-11 úr vökva við -50,0°C í 50,0°C gas.

  1. 0,64 kJ
  2. 2,5 kJ
  3. 2,6 kJ
  4. 1,8 kJ
  5. 0,15 kJ
Ábending, loka

6.

Hvert eftirfarandi fullyrðinga er röng?

  1. Gufuþrýstingur ræðst af kviku jafnvægi á milli vökva og gufu.
  2. Gufuþrýstingur eykst með hita.
  3. Í rokgjörnu efni eru veikir millisameindakraftar.
  4. Við hækkandi hita vökva er líklegra að sameindir hafi næga hreyfiorku til að sleppa yfir í gasástand.
  5. Því sterkari millisameindakraftar þeim mun meiri er gufuþrýstingurinn.
Ábending, loka

7.

Aukið magn vökva í lokuðu íláti hefur eftirfarandi áhrif á gufuþrýsting vökvans.

  1. Gufuþrýstingurinn minnkar
  2. Gufuþrýstingurinn eykst
  3. Gufuþrýstingurinn er óbreyttur
  4. Áhrifin eru háð gerð vökvans
  5. Áhrifin eru háð lögun ílátsins.
Ábending, loka

8.

Hvert eftirfarandi efna hefur mestan gufuþrýsting við ákveðinn hita?

  1. C5H10
  2. CH3COOH
  3. H2O
  4. C14H30
  5. NaCl
Ábending, loka

9.

Hvert eftirfarandi efna hefur mestan gufuþrýsting við 0°C?

  1. CH2Cl2
  2. CH3OH
  3. H2O
  4. CH4
  5. NH3
Ábending, loka

10.

Þegar þrýstingur yfir vökva er minnkaður þá breytist suðumarkið á þann veg að það

  1. lækkar alltaf,
  2. er óbreytt,
  3. hækkar eða lækkar,
  4. hækkar alltaf,
  5. er tilviljun háð í hvaða átt það breytist.
Ábending, loka

11.

Grindareiningar í nikkelkristalli eru hliðlægir teningar. Hversu mörg nikkelatóm eru í grindareiningu?

  1. 1
  2. 2
  3. 4
  4. 8
  5. 14
Ábending, loka

12.

Hver er hnitatala þéttustu röðunar?

  1. 2
  2. 6
  3. 4
  4. 8
  5. 12
Ábending, loka

13.

Grindareiningar í nikkelkristalli eru hliðlægir teningar þéttustu röðunar. Hver er hnitatala nikkelatóms?

  1. 6
  2. 12
  3. 8
  4. 4
  5. 9
Ábending, loka

14.

Grindareiningar í kristalli frumefnis eru miðlægir teningar. Kantur einingar er 0,286 nm og eðlismassi kristals er 7,92 g/cm3. Reiknaðu atómmassa frumefnisins.

  1. 2,34 · 10-23 g/mól
  2. 1,85 · 10-22 g/mól
  3. 112 g/mól
  4. 27,9 g/mól
  5. 55,8 g/mól
Ábending, loka

15.

Mismunur kristallaðrar storku og myndlausrar storku felst í því að í kristölluðu storkunni

  1. hafa atómin, sameindirnar eða jónirnar enga ákveðna röðun.
  2. eru áberandi millisameindakraftar.
  3. eru atómin, sameindirnar eða jónirnar þéttar pakkaðar.
  4. eru atómin, sameindirnar eða jónirnar mikið stærri.
  5. er reglubundið mynstur í röðun atóma, sameinda eða jóna.
Ábending, loka

16.

Hvaða gerð kristals (sameindaefni, málmur, samgilt netjuefni eða jónískt) er í efnunum O2, Mo, SiC á föstu formi.

  1. O2 – samgilt netjuefni, Mo – málmur, SiC – jónískt
  2. O2 – sameinda, Mo – málmur, SiC – samgilt netjuefni
  3. O2 – samgilt netjuefni, Mo – málmur, SiC – samgilt netjuefni
  4. O2 – sameinda, Mo – málmur, SiC – jónísk
  5. O2 – sameinda, Mo – jónísk, SiC – jónísk
Ábending, loka

17.

Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng?

  1. SiC(s) er samgilt netjuefni
  2. Al(s) er málmur
  3. H2S(s) er fast sameindaefni
  4. KI(s) er jónaefni
  5. Grafít er fast sameindaefni
Ábending, loka

18.

Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng?

  1. Auðvelt er að hamra málm vegna þess að rafeindir málmsins skipast á nýjan hátt án fyrirstöðu.
  2. Bræðslumark jónískrar storku er háð hleðslu jónanna.
  3. Auðvelt er að breyta lögun samgildra netjuefna.
  4. Knattkol eru sameindaefni, sjá mynd 11.43.
  5. London kraftar halda saman lögum í grafíti.
Ábending, loka

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!