Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 4 við 10. kafla

Nafn:________________________________

Í eftirfarandi 6 krossaverkefnum er fjallað um hlutþrýsting gastegunda og gufuþrýsting vökva, sjá grein 10.6 í námsbók. Einnig er komið inn á það atriði að hlutfall hlutþrýstings gastegunda í íláti er jafnt mólhlutfalli þeirra, P1/P2 = n1/n2.

1.

Í 7,00 L íláti er blanda af 0,538 mólum He(g) og 0,103 mólum af Ar(g) við 25°C. Hlutþrýstingur helíns og heildarþrýstingur blöndunnar er:

  Hlutþrýstingur He(g)
PHe, atm
Heildarþrýstingur
Pheild, atm
a 0,360 0,360
b 2,24 2,24
c 1,88 1,88
d 1,88 2,24
e 0,538 0,641
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Nitur í 1,00 L íláti við 3,80 atm þrýsting og 26°C og súrefni í 5,00 L íláti við 4,75 atm þrýsting og 26°C hita eru flutt yfir í 10,0 L ílát við 20°C. Heildarþrýstingur í 10,0 L ílátinu verður

  1. 8,55 atm
  2. 3,80 atm
  3. 2,76 atm
  4. 2,70 atm
  5. 2,52 atm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Í 20,0 L íláti er smávegis vatn, H2O(l), og einnig 0,123 mól af metani, CH4(g), við 30°C. Heildarþrýstingurinn í ílátinu er

  1. 31,8 torr
  2. 43,3 torr
  3. 148 torr
  4. 116 torr
  5. 0,153 torr
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Í íláti er blanda 0,779 móla af CH4(g) og 0,976 móla af CO2(g) þar sem hlutþrýstingur CH4(g) er 1,83 atm. Hlutþrýstingur CO2(g) og heildarþrýstingurinn í ílátinu er:

  Hlutþrýstingur CO2(g)
PCO2, atm
Heildarþrýstingur
Pheild, atm
a 0,520 2,34
b 0,449 0,808
c 1,87 3,69
d 2,28 4,10
e 0,460 2,28
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Í gasblöndu eru 50 g af C2N2(g) og 50 g af CO2(g). Ef heildarþrýstingurinn í blöndunni er 2,56 atm þá er hlutþrýstingur sýanogens, C2N2,

  1. 1,17 atm
  2. 1,28 atm
  3. 1,39 atm
  4. 2,46 atm
  5. 1,56 atm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Í íláti er blanda af etani, C2H6, og súrefni, O2 við 200°C. Hlutþrýstingur etans er 2,0 atm og súrefnis 7,0 atm.
Nú hvarfast efnin til fulls samkvæmt jöfnunni:
C2H6(g) + 3,5 O2(g) ---> 2 CO2(g) + 3 H2O(g).
Eftir hvarfið verður hlutþrýstingur koldíoxíðs og vatnsgufu ef hita er haldið óbreyttum við 200°C

  Hlutþrýstingur CO2
PCO2, atm
Hlutþrýstingur H2O
PH2O, atm
a 2,0 3,0
b 3,0 6,0
c 4,0 6,0
d 4,5 4,5
e 6,0 9,0
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Vinsamlegast sendið athugasemdir til Björns Búa, bjornbui@mr.is, Menntaskólanum í Reykjavík.

Réttur HTML 4.01 kóði! Réttur CSS-kóði