Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 2 við 10. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 10. kafla. Hér er um að ræða spurningar um notkun gasjöfnunnar sem oft er nefnd gaslögmálið.

1.

Í 174 mL íláti eru 8,25·10-2 mól af kjörgasi við 215°C. Þrýstingurinn í ílátinu er:

  1. 8,37 atm
  2. 10,6 atm
  3. 19,0 atm
  4. 35,0 atm
  5. 1,90·10-2 atm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Mólfjöldi af gasi í 6,38 L íláti við 358°C og 955 torr þrýsting er:

  1. 207 mól
  2. 0,273 mól
  3. 6,45 mól
  4. 0,285 mól
  5. 0,155 mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Rúmmál íláts, sem í eru 2,95 mól af kjörgasi við 0,760 atm þrýsting og 52°C, er:

  1. 22,4 L
  2. 87,0 L
  3. 66,1 L
  4. 16,6 L
  5. 104 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Í íláti með ákveðið rúmmál eru gastegundir sem hvarfast en við það fjölgar sameindum í ílátinu. Til að halda þrýstingnum óbreyttum í ílátinu

  1. nægir ekki að breyta hita.
  2. verður að hækka hita ef rúmmál er óbreytt.
  3. verður að lækka hita ef rúmmál er óbreytt.
  4. verður að hækka hita og minnka rúmmál.
  5. verður að minnka rúmmál án þess að hita sé breytt.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Í 325 mL úðabrúsa eru 3,00 g af própani, C3H8(g), sem gefa gasþrýsting. Þrýstingurinn í brúsanum við 28°C er

  1. 0,00517 atm
  2. 5,17 atm
  3. 228 atm
  4. 4,69 atm
  5. 0,481 atm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Ef rúmmál lofts í andardrætti er 1,05 L við 37°C og 740 torr þrýsting þá er fjöldi sameinda í andardrættinum

  1. 0,337
  2. 0,0456
  3. 2,42 · 1022
  4. 0,0402
  5. Því er ekki hægt að svara nema vita samsetningu andrúmsloftsins.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Ef í 2,88 mL íláti eru 1,82 · 10-3 mól af kjörgasi við 22,1 atm þrýsting þá er hitinn

  1. 4,27 · 105 K
  2. 426 K
  3. 17,6 K
  4. 153 K
  5. 2,35 · 10-3 K
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Rúmmál 10,2 móla af gasi við 1000°C og 1296 torr þrýsting er

  1. 490 L
  2. 0,821 L
  3. 624 L
  4. 1,82 · 103 L
  5. 19,9 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Ef í 100 mL íláti er gas við 800 torr þrýsting og 36,2°C þá eru það

  1. 3,54 · 10-2 mól
  2. 3,16 mól
  3. 4,15 mól
  4. 4,15 · 10-3 mól
  5. 4,09 · 10-5 mól
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

10,0 L kútur springur ef þrýstingur í honum fer yfir 50,0 atm. Hámark helíngass við 19°C, sem hægt er að setja á kútinn án þess að hann springi, er

  1. 1,28 · 103 g
  2. 83,5 g
  3. 6,849 g
  4. 0,824 g
  5. 20,9 g
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Í 1,00 L íláti er blanda af gastegundum við 0,109 atm þrýsting og 16,0°C hita. Í ílátinu er fjöldi sameinda

  1. 5,00 · 1022
  2. 8,30 · 10-2
  3. 2,77 · 1021
  4. 4,60 · 10-3
  5. Ekki er unnt að reikna fjölda sameinda vegna þess að samsetning blöndunnar er óþekkt.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Í perum götuljósa er notað natrín á gasformi. Rúmmál peru, sem í eru 2,00 g af natríni við 31°C og 1,50 atm, er

  1. 33,2 L
  2. 0,690 L
  3. 0,147 L
  4. 3,02 L
  5. 1,45 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!