Gasjafnan

Í bullustrokki er gastegund.

Í strokknum er hægt að breyta þrýstingi, rúmmáli, mólfjölda og hita gastegundarinnar og mæla þessar stærðir um leið. Sé gert graf af margfeldi þrýstings, P, og rúmmáls, V, sem fall af margfeldi mólfjölda, n, og hita á kelvín, T, þá kemur fram ferill sem sýnir rétt hlutfall. Hallatala línunnar er fasti hún hefur ætíð sama gildi fyrir ákveðnar mælieiningar, (PV)/(nT) = R.

Fastinn R er nefndur gasfastinn og jafnan PV = nRT er nefnd gasjafnan.

Vinsamlegast sendið athugasemdir til Björns Búa, bjornbui@mr.is, Menntaskólanum í Reykjavík.

Réttur HTML 4.01 kóði! Réttur CSS-kóði