Lýsing

Hvort sem nemendur fara á mála- eða náttúrufræðibraut munu þeir leggja stund á fjölbreytt nám í bæði íslensku og erlendum málum. Grunnþekking á málfræði og málvísindahugtökum er nauðsynleg til að tungumálanámið nýtist sem best. Nemendur hafa ólíkan bakgrunn en gagnlegt væri að sem flestir mættu til leiks jafn vel undirbúnir. Tungumálakennarar skólans hafa unnið saman við að bera kennsl á þau atriði sem helst þykir þörf á að bæta. Námskeiðið er hugsað sem almennur undirbúningur fyrir allt tungumálanám, óháð bakgrunni nemenda og hvaða námsbraut þeir velja.

Fjallað verður um grunnatriði í beygingafræði og setningafræði auk þess sem tungumál verða skoðuð frá ýmsum hliðum á almennum og skemmtilegum nótum. Þessi grunnáfangi er því hugsaður fyrir alla nemendur sem eru að ljúka grunnskóla og vilja undirbúa sig vel fyrir tungumálanám í framhaldsskóla.

Námið er fjarnám og lýkur því með skriflegu lokaprófi. Námið fer fram dagana 4. – 14. ágúst.

Nemendur fá námskeiðið endurgreitt að fullu ef þeir ljúka námskeiðinu.

Ath. aðeins 100 pláss á þessu námskeiði.