Lýsing

Ljóst er að velgengni í stærðfræðinámi í framhaldsskóla veltur á mjög góðri grundvallarþekkingu á algebru. Þegar framhaldsskólanám var skorið niður um eitt skólaár var gert ráð fyrir því að sú algebrukennsla sem framhaldsskólar hafa sinnt verði fært niður í grunnskóla. Hins vegar er misjafnt hversu vel nemendur eru undirbúnir. Ýmsir nemendur hafa góðan grunn í algebru, en marga skortir þekkingu. Námskeiðið er hugsað til að koma til móts við þennan nemendahóp sem vill styrkja kunnáttu sína í algebru áður en framhaldsskólanám hefst.

Námið verður blanda af stað og fjarnámi. Námið fer fram dagana 4. – 14. ágúst.

Nemendur fá námskeiðið endurgreitt að fullu ef þeir ljúka námskeiðinu.

Ath. aðeins 100 pláss á þessu námskeiði.