Menntaskólinn í Reykjavík

Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 9. október 2019 klukkan 17:15. Prófið verður í stofu N2, í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Þeir sem vilja fara í prófið þurfa að skrá sig á heimasíðu skólans This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ekki síðar en á hádegi 7. október. Prófgjald er kr. 13000 sem greiðist með því að leggja það inn á reikning:

0513-26-14040, kt. 6502760359. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu. Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt og auk þess verða próftakar að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

 

Test kompetencji z języka polskiego odbędzie się w Kvennaskóli w Reykjaviku, w środę 9 października 2019 o godzinie 17.15 w sali N2 w budynku głównym szkoły na Fríkirkjuvegi 9.

Osoby, które chcą przystąpić do egzaminu muszą zarejestrować się przez stronę internetową szkoły This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.nie później niż do godziny 12:00, 7 października. Opłaty za egzamin w wysokości 13 000 koron należy dokonać na konto o numerze: 0513-26-14040, kt. 6502760359, obowiązkowo wpisując imię, nazwisko i kennitalę przystępującego do egzaminu.

Do egzaminu będą mogły przystąpić osoby, które będą miały uiszczoną opłatę oraz dokument tożsamości ze zdjęciem.

 

 

Þriðjudaginn 27. ágúst var haldinn kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum kynnti rektor starf skólans og nemendafélögin kynntu sitt starf. Eftir fundinn var forráðamönnum boðið í skólann til að hitta umsjónarkennara og fá upplýsingar um námið fram undan.

 

Elísabet Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, setti skólann við hátíðlega athöfn þann 20. ágúst. Að venju gengu nemendur og kennarar fylktu liði frá MR í Dómkirkjuna þar sem athöfnin fór fram. Á komandi skólaári mun MR í fyrsta sinni einvörðugu starfa eftir breyttu, þriggja ára skipulagi. Á fimmta hundrað nemendur sóttu um inngöngu í skólann og fengu 239 þeirra skólvist á fyrsta ári. Nemendum hefur því fækkað umtalsvert og eru þeir um 670.

Elísabet rektor fór yfir nokkur nýmæli sem framundan eru í rekstri skólans en þau snúa fyrst og fremst að bættri þjónustu við nemendur með velferð þeirra að leiðarljósi, sem og ýmis skref í þá átt að gera rekstur skólans umhverfisvænni.

Sigríður Halla Eiríksdóttir, nemandi við skólann flutti söngatriði við athöfnina. Hefðbundið skólahald hefst á morgun.

 

Skólinn verður settur þriðjudaginn 20. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fara nemendur í heimastofur og fá stundaskrár og upplýsingar um námið framundan.

Kennsla hefst miðvikudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá.
Bókalista má finna á heimasíðu skólans.

Starfsmannafundur verður á Hátíðasal mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00.

Rektor

Einar Hreinsson hefur verið ráðinn konrektor við skólann frá 1. ágúst n.k úr hópi 7 umsækjenda.

 

Einar er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Gautaborg, þar áður lauk hann meistaranámi og BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu bæði úr skólakerfinu og stjórnsýslunni. Hann hefur starfað sem framhaldsskólakennari, háskólakennari, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu og verið framkvæmdastjóri Gæðaráðs. Hann er að ljúka starfi sem forstöðumaður kennslusviðs Háskólans í Reykjavík.


Við bjóðum Einar velkominn til starfa og væntum góðs af störfum hans. 

 

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí í 174. sinn. Brautskráðir voru alls 379 nýstúdentar, 170 úr 6.bekk (4 ára kerfi) kl. 10 um morguninn og 209 úr VI.bekk (3 ára kerfi) kl. 14.

Dúx 6.bekkjar er Unnur Ásta Harðardóttir úr 6.A með ágætiseinkunn 9,71. Semidúx er Þorvaldur Ingi Elvarsson úr 6.S með ágætiseinkunn 9,55.

Dúx VI.bekkjar er Sædís Karolina Þóroddsdóttir úr VI.R með ágætiseinkunn 9,84. Semidúx er Ólafur Cesarsson úr VI.Q með ágætiseinkunn 9,75.

Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn úr 6.bekk eru:

Eldar Máni Gíslason, 6.X með ágætiseinkunn 9,48

Þorbjörg Anna Gísladóttir, 6.Y með ágætiseinkunn 9,48

Urður Helga Gísladóttir, 6.R með ágætiseinkunn 9,46

Þorsteinn Freygarðsson, 6.X með ágætiseinkunn 9,43

Íris Benediktsdóttir, 6.Y með ágætiseinkunn 9,25

Þorsteinn Ívar Albertsson, 6.X með ágætiseinkunn 9,25

Helga Húnfjörð Jósepsdóttir, 6.M með ágætiseinkunn 9,24

Jón Gunnar Hannesson, 6.X með ágætiseinkunn 9,22

Axel Kristján Axelsson, 6.Y með ágætiseinkunn 9,20

Hrefna Kristrún Jónasdóttir, 6.T með ágætiseinkunn 9,19

Stefanía Ásta Karlsdóttir, 6.M með ágætiseinkunn 9,19

Elín Perla Stefánsdóttir, 6.M X með ágætiseinkunn 9,18

Bjarni Dagur Thor Kárason, 6.X með ágætiseinkunn 9,14

 

Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn úr VI.bekk eru:

Vigdís Gunnarsdóttir, VI.X með ágætiseinkunn 9,71

Jón Helgi Sigurðsson, VI.Y með ágætiseinkunn 9,66

Margrét Snorradóttir, VI.X með ágætiseinkunn 9,61

Óttar Snær Yngvason, VI.X með ágætiseinkunn 9,61

Saga Briem, VI.R með ágætiseinkunn 9,43

Kristján Bjarki Halldórsson, VI.T með ágætiseinkunn 9,37

Árni Daníel Árnason, VI.M með ágætiseinkunn 9,34

Benedikt Fadel Farag, VI.Y með ágætiseinkunn 9,29

Friðrika Hanna Björnsdóttir, VI.U með ágætiseinkunn 9,27

Kristrún Ingunn S. Sveinsdóttir, VI.S með ágætiseinkunn 9,24

Skjöldur Orri Eyjólfsson, VI.Y með ágætiseinkunn 9,23

Sigríður Erna Hafsteinsdóttir VI.M með ágætiseinkunn 9,21

Kristín Helga Jónsdóttir, VI.Z með ágætiseinkunn 9,20

Þuríður Rut Einarsdóttir, VI.S með ágætiseinkunn 9,20

Diljá Hilmarsdóttir, VI.M með ágætiseinkunn 9,18

Jón Pétur Snæland, VI.X með ágætiseinkunn 9,18

Vilhjálmur Jónsson, VI.X með ágætiseinkunn 9,18

Guðjón Þór Jósefsson, VI.Y með ágætiseinkunn 9,08

Ólöf Ágústa Stefánsdóttir, VI.A með ágætiseinkunn 9,02.

 

Í báðum athöfnum dagsins sáu nemendur skólans um frábær tónlistaratriði. Um morguninn lék Þórbergur Bollason, 6.U Sköpunarþríleikinn eftir hann sjálfan í þremur þáttum. Síðan söng Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir 6.Y við undirleik Gabríels Arnar Ólafssonar tvö lög: Summertime (lag: George Gershwin, texti: Dubose Heyward) og Thank you for the music (lag: Benny Andersson, Björn Ulvæus) en við íslenskan texta.

Eftir hádegi léku Páll Viðar Hafsteinsson VI.U, Auður Indriðadóttir VI.S og Guðrún Dalía Salómónsdóttir dúet fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Dmitri Shostakovic: prelúdía og vals. Una Torfadóttir VI.A lék Appelsínugult myrkur eftir hana sjálfa og loks söng Halldóra Sólveig Einarsdóttir VI.S Ást fyrir tvo (lag: Luísa Sobral) eða Amar pelos dois, sigurlag Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017 við íslenskan texta Hallgríms Helgasonar. Flutningur þeirra allra var afar glæsilegur.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina. Rektor þakkaði afmælisstúdentum velvilja þeirra og vináttu og fyrir góðar gjafir. Við athafnirnar fluttu fulltrúar afmælisstúdenta ræður. Páll Bergþórsson 75 ára júbilant og Ögmundur Jónasson 50 ára stúdent fluttu ræðu og Ásthildur Sturludóttir talaði fyrir hönd 25 ára júbilanta. Fjölmargir afmælisárgangar færðu skólanum góðar gjafir. Afmælisstúdentum voru færðar þakkir fyrir þeirra velvilja og vináttu. Rektor þakkaði fyrir myndarlegar gjafir og ítrekaði að stuðningur þeirra væri skólanum ómetanlegur.

Elías Ólafsson, Skarphéðinn P. Óskarsson, Ragnhildur Blöndal og Sigríður Jóhannsdóttir láta af störfum eftir þetta skólaár. Rektor þakkaði þeim fyrir langa og dygga þjónustu við skólann og óskaði þeim og fjölskyldum þeirra farsældar á komandi árum.

Bjarni Gunnarsson lætur af störfum sem konrektor eftir þetta skólaár og færði rektor honum þakkir og gjöf fyrir vel unnin störf.

Að lokum óskaði rektor foreldrum og öðrum vandamönnum nýstúdenta til hamingju með daginn og flutti nýstúdentum heillaóskir frá skólanum og starfsfólki hans. Rektor sleit síðan skólanum í 174. sinn.

Ninja Björt Kamilludóttir í 5.R tók þátt í ritgerðarsamkeppni á vegum Cambridge Immerse. Ritgerðin þótti framúrskarandi og fékk hún að launum skólastyrk til að taka þátt í líffræði námskeiði hjá Cambridge Immerse í sumar. Við óskum henni innilega til hamingju með þennan árangur.

 

Felix Steinþórsson í 5.X hefur fengið skólastyrk frá Cambridge Immerse til að sækja námskeið í stærðfræði hjá þeim í sumar. Við óskum honum innilega til hamingju með styrkinn og óskum honum velfarnaðar á námskeiðinu.