Menntaskólinn í Reykjavík

Laugardaginn 14. september gengu hátt í 300 nemendur og kennarar Síldarmannagötur úr Botnsdal í Hvalfirði yfir að Fitjum í Skorradal.  Gönguferðin var hluti af frjálsu íþróttavali nemenda og tókst gönguferðin í alla staði vel þar sem nemendur héldu uppi góðum gönguhraða og skemmtu sér vel í blíðskaparveðri eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Arnbjörn Jóhannesson tók.

picasa_albumid=5924218366680114113

Tolleringar fóru fram fimmtudaginn 5. september í blíðskaparveðri og tókust afar vel og fóru vel fram eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Hannes Sigurðsson tók.

picasa_albumid=5924216776326145233

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum þriðjubekkinga var haldinn mánudaginn 2. september í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn var afar vel sóttur og mættu rúmlega þrjú hundrað manns.

Mánudaginn 2. september er forráðamönnum þriðjubekkinga boðið á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20.  Yngvi Pétursson rektor mun kynna skólann og skólastarfið.  Birna Ketilsdóttir inspector scholae, Lilja Dögg Gísladóttir forseti Framtíðarinnar og Magnús Gottfreðsson formaður Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík ávarpa fundinn.  Að því loknu er foreldrum og forráðamönnum boðið upp í skóla þar sem þeir munu eiga fund með umsjónarkennurum.

Menntaskólinn í Reykavík var settur í 168. sinn fimmtudaginn 22. ágúst í Dómkirkjunni.  Skólasetning að þessu sinni var við óvenjulegar aðstæður þar sem 6. bekkingar voru fjarstaddir vegna seinkunar á flugi úr síðbúinni 5.bekkjarferð.  Í skólanum eru skráðir 898 nemendur í 37 bekkjardeildum, 195 nemendur í 6. bekk, 186 í 5. bekk, 253 í 4. bekk og 264 í 3. bekk.  Aðeins tvisvar áður hafa verið fleiri nemendur í einsetnum skóla. Við athöfnina sungu nemendur, kennarar og gestir skólasálminn Faðir andanna undir stjórn Kára Kárasonar kórstjóra.  Sr. Hjálmar Jónsson tók á móti gestum.  Yngvi Pétursson rektor ávarpaði nemendur og kynnti skólastarfið.  Rektor minntist Heimis Þorleifssonar sagnfræðikennara sem lést í sumar. Í sumar kepptu nokkrir nemendur skólans í Ólympíukeppni í raungreinum, 4 í eðlisfræði, 3 í efnafræði og 4 í stærðfræði.  Rektor þakkaði þeim nemendum sem tóku þátt í keppni í fyrra og sumar og þeim kennurum sem staðið hafa að undirbúningi við þjálfun og framkvæmd.  Hlaupadrottningunni Anítu Hinriksdóttur var óskað til hamingju með heims-, Evrópumeista- og Norðurlandatitil í 800m hlaupi í sumar. Að lokum hvatti hann nemendur til að sinna náminu vel og að ganga glöð og bjartsýn til móts við námið og veturinn sem væri framundan. 

Í skólanum eru seld fjölrit og hefti.  Bóksalan er á jarðhæð í aðalbyggingu skólans og er opin frá kl. 9-17.  Vinsamlegast kaupið fjölritin fyrir skólasetningu, sem er fimmtudaginn 22. ágúst.  Vegna þrengsla í húsnæði skólans verður ekki hægt að kaupa fjölritin eftir hádegi 22. ágúst.

Skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár og upplýsingar um námið framundan.

Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst skv. stundaskrá.
Hlekkir í bókalista eru birtir í kaflanum Nemendur.

Starfsmannafundur verður á Hátíðasal fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10.

Rektor

Íslendingar eignuðust heimsmeistara og Evrópumeistara í 800 m hlaupi kvenna í sumar. Aníta Hinriksdóttir varð heimsmeistari á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu þann 14. júlí og aðeins sex dögum síðar bætti hún Evrópumeistartitli 19 ára og yngri í safnið í Rieti á Ítalíu.

Við öll sem tilheyrum skólasamfélagi MR erum mög stolt af afreki Anítu. Slíkur árangur krefst mikils dugnaðar og aga og hefur Aníta lagt á sig mikla vinnu samfara krefjandi námi í MR, en hún lauk 3. bekk í vor.  Við óskum Anítu Hinriksdóttur til hamingju með frábæran árangur.

Heimir Þorleifsson, fyrrverandi menntaskólakennari við Menntaskólann í Reykjavík lést 17. júlí sl.