Menntaskólinn í Reykjavík

Opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður laugardaginn 15. mars kl. 14-16. Allir eru hjartanlega velkomnir.

13. almenna landskeppnin í efnafræði fór fram 11. febrúar.  Alls tóku þátt 105 nemendur úr fimm skólum. Nemendum sem lentu í efstu 15 sætunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram helgina 1. og 2. mars næstkomandi.

Árangur MR-inga var glæsilegur og eru 11 MRingar í þessum hópi:

Föstudaginn 31. janúar fór fram Söngkeppni Skólafélagsins í Austurbæ. Skemmtunin var afar glæsileg og flutt voru 16 söngatriði. Frammistaða keppenda var til mikillar fyrirmyndar og voru söngatriðin í háum gæðaflokki. Öllum þeim sem komu fram og þeim sem stóðu að skipulagningu og undirbúningi er þakkað fyrir ánægjulega kvöldskemmtun.
Það var drengjakvartettinn Barbari sem bar sigur úr býtum með lagið "God only knows" og keppa þeir fyrir hönd skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin verður í byrjun apríl. Kvartettinn skipa Gunnar Thor Örnólfsson í 6.X, Páll Sólmundur H. Eydal í 6.T, Pétur Björnsson í 6.T og Stefán Þór Þorgeirsson í 6.U. Meðfylgjandi mynd er af kvartettinum sem Edda Lárusdóttir tók. Í 2. sæti var Eva Björk Jóhannsdóttir í 6.T og í 3. sæti Karólína Jóhannsdóttirí í 4.A. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna vormisseris 2014 er til 15. febrúar næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

Landskeppni í efnafræði hefst með forkeppni þriðjudaginn 11. febrúar og fer hún fram í skólanum.  Þeim sem lenda í efstu sætunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni helgina 1.-2. mars.  Nánari upplýsingar fást hjá efnafræðikennurum.

Már Björgvinsson efnafræðikennari verður með þjálfun fyrir keppnina á mánudögum kl 15-16 í stofu C253 og hefst hún mánudaginn 20. janúar.

Skólakór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Kára Þormar hélt jólatónleika sína í Seltjarneskirkju föstudagskvöldið 20. desember.  Á tónleikunum sá Friðrik Vignir Stefánsson um undirleik og Harpa Ósk Björnsdóttur söng einsöng en hún flutti Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns.  Efnisskrá tónleikanna var tileinkuð jólunum og voru þeir vel sóttir.  Kórfélögum Skólakórsins og stjórnanda hans Kára Þormar er þakkað fyrir afar vel heppnaða tónleika og sérstakar þakkir fær Harpa Ósk Björnsdóttir fyrir glæsilegan einsöng.  

Jólaleyfi í Menntaskólanum í Reykjavík stendur yfir frá 21. desember til 5. janúar.  Kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar.

Skrifstofa skólans verður opin 27. og 30. desember og 3. janúar kl. 10-15.

Við óskum nemendum, starfsfólki og öðrum gleðilegra jóla.

Einkunnir að loknum jólaprófum verða afhentar föstudaginn 20. desember.  Nemendur eru beðnir um að safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50.  Þá verður gengið til jólamessu í Dómkirkjunni.  Að henni lokinni verða einkunnir afhentar í heimastofum hvers bekkjar.  3.J er beðinn um að fara á Lestrarsal Íþöku og 6.A á Hátíðasal.  Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar kl. 8:10.

Sjúkrapróf verða haldin 17.-19. desember og eru upplýsingar um niðurröðun þeirra að finna í reitnum hér til hliðar um próftöflur.