Menntaskólinn í Reykjavík

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað á fullveldisdaginn, 1. desember sl. Tilgangur félagsins er að efla tengsl fyrrum nemenda skólans og þeirra sem bera hag hans fyrir brjósti og styðja við uppbyggingu skólans.  Formaður stjórnar félagsins er Benedikt Jóhannesson.  Allir sem hafa útskrifast frá MR geta orðið félagar í Hollvinafélaginu óski þeir þess og geta aðrir sótt um inngöngu til stjórnar.

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík sendi eftirfarandi bókun af fundi sínum föstudaginn 15. nóvember:

Skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárframlög til skólans samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Þar fá nemendur Menntaskólans í Reykjavík enn og aftur lægst framlög allra framhaldsskólanemenda á landinu.

Á undanförnum árum hafa framlög til skólans dregist mjög aftur úr framlögum til sambærilegra skóla og stóðu vonir til þess nú að hlutur nemenda MR yrði réttur. Sú tillaga sem fyrir liggur er öðru nær, eins og að framan greinir.

Það er mat skólanefndarinnar eftir að hafa farið ítarlega yfir þróun framlaga og fjárhagsstöðu skólans að skólastarfið sjálft sé í hættu verði ekki þegar brugðist við og sú mismunun sem skólinn og nemendur hans hafa mátt þola síðustu ár leiðrétt.

Í dag var Menntaskólinn í Reykjavík formlega tekinn í hóp heilsueflandi framhaldsskóla við hátíðlega athöfn á Hátíðasal.  Héðinn Svarfdal Björnsson frá Landlæknisembættinu flutti ávarp um verkefnið. 

Liðakeppni í stærðfræði fór fram hér í Menntaskólanum laugardaginn 2. nóvember. Fjögur lið á hvoru stigi tóku þátt í keppninni, alls 34 nemendur. Nemendur skiptu með sér verkum, hver hópur eins og hann taldi best henta.

Eystrasaltskeppnin fer fram 8.-10. nóvember í Riga í Lettlandi.  Að þessu sinni eru allir liðsmenn í liðinu nemendur Menntaskólans í Reykjavík.  Liðið skipa

Garðar Andri Sigurðsson 5.X
Gunnar Thor Örnólfsson 6.X
Hjalti Þór Ísleifsson 4.S
Kristján Andri Gunnarsson 6.X
Sigurður Jens Albertsson 5.X

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 8. október. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 18 á efra stigi eru 16 úr MR og af efstu 22 á neðra stigi eru 17 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Stoðtímar í latínu á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í 4. og 5. bekk málabrautar eru á miðvikudögum kl. 15-16:30 í B-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum nemendarágjafanna fyrir nemendur í 4. bekk eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í B-stofu.  Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í íslensku á vegum íslenskukennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í stofu 4 í Casa Christi.  Þessir stoðtímar eru á vegum íslenskukennara.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum stærðfræðikennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á mánudögum kl. 15-16:30 í stofu C-152.  Þessir stoðtímar eru á vegum stærðfræðikennara.

Stoðtímar í efnafræði á vegum nemendaráðgjafanna eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í A-stofu.  Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2013-2014 er til 15. október næstkomandi!

Í þessari viku eru allir hvattir til að hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur til og frá skóla.  Nemendur og starfsfólk skólans eru saman í liði í framhaldsskólakeppni sem nefnist Hjólum í skólann og er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Hjólum í skólann hófst mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nemendur og starfsfólk skólans eru hvattir til að taka þátt í þessu verkefni en nánari upplýsingar er að finna á vefnum  http://www.hjolumiskolann.is/