Menntaskólinn í Reykjavík

  • Fjallgangan sunnudaginn 15.sept
    Skráningu er lokið í fjallgönguna um Svínaskarð nk. sunnudag 15 sept. Mikilvægt er að allir þátttakendur mæti stundvíslega kl. 8.45 á malarbílastæðin neðan við HÍ þaðan sem farið verður á rútum. Ekki má fara á einkabílum. Mikilvægt er að hafa gott nesti meðferðis og skjólgóðan klæðnað í samræmi við veðurfar.  Hér má finna útbúnaðarlista og fleiri upplýsingar. Áætluð heimkoma er á milli 15.30 og 16.00.

Stoðtímar í latínu á vegum nemendaráðgjafanna fyrir nemendur í 4. og 5. bekk málabrautar eru á miðvikudögum kl. 15-16:30 í B-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum nemendarágjafanna fyrir nemendur í 4. bekk eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í B-stofu.  Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í íslensku á vegum íslenskukennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á þriðjudögum kl. 15-16:30 í stofu 4 í Casa Christi.  Þessir stoðtímar eru á vegum íslenskukennara.

Stoðtímar í stærðfræði á vegum stærðfræðikennara fyrir nemendur í 3. bekk eru á mánudögum kl. 15-16:30 í stofu C-152.  Þessir stoðtímar eru á vegum stærðfræðikennara.

Stoðtímar í efnafræði á vegum nemendaráðgjafanna eru á fimmtudögum kl. 15-16:30 í A-stofu.  Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2013-2014 er til 15. október næstkomandi!

Í þessari viku eru allir hvattir til að hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur til og frá skóla.  Nemendur og starfsfólk skólans eru saman í liði í framhaldsskólakeppni sem nefnist Hjólum í skólann og er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Hjólum í skólann hófst mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nemendur og starfsfólk skólans eru hvattir til að taka þátt í þessu verkefni en nánari upplýsingar er að finna á vefnum  http://www.hjolumiskolann.is/

Laugardaginn 14. september gengu hátt í 300 nemendur og kennarar Síldarmannagötur úr Botnsdal í Hvalfirði yfir að Fitjum í Skorradal.  Gönguferðin var hluti af frjálsu íþróttavali nemenda og tókst gönguferðin í alla staði vel þar sem nemendur héldu uppi góðum gönguhraða og skemmtu sér vel í blíðskaparveðri eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Arnbjörn Jóhannesson tók.

picasa_albumid=5924218366680114113

Tolleringar fóru fram fimmtudaginn 5. september í blíðskaparveðri og tókust afar vel og fóru vel fram eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Hannes Sigurðsson tók.

picasa_albumid=5924216776326145233

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum þriðjubekkinga var haldinn mánudaginn 2. september í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn var afar vel sóttur og mættu rúmlega þrjú hundrað manns.

Mánudaginn 2. september er forráðamönnum þriðjubekkinga boðið á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20.  Yngvi Pétursson rektor mun kynna skólann og skólastarfið.  Birna Ketilsdóttir inspector scholae, Lilja Dögg Gísladóttir forseti Framtíðarinnar og Magnús Gottfreðsson formaður Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík ávarpa fundinn.  Að því loknu er foreldrum og forráðamönnum boðið upp í skóla þar sem þeir munu eiga fund með umsjónarkennurum.

Menntaskólinn í Reykavík var settur í 168. sinn fimmtudaginn 22. ágúst í Dómkirkjunni.  Skólasetning að þessu sinni var við óvenjulegar aðstæður þar sem 6. bekkingar voru fjarstaddir vegna seinkunar á flugi úr síðbúinni 5.bekkjarferð.  Í skólanum eru skráðir 898 nemendur í 37 bekkjardeildum, 195 nemendur í 6. bekk, 186 í 5. bekk, 253 í 4. bekk og 264 í 3. bekk.  Aðeins tvisvar áður hafa verið fleiri nemendur í einsetnum skóla. Við athöfnina sungu nemendur, kennarar og gestir skólasálminn Faðir andanna undir stjórn Kára Kárasonar kórstjóra.  Sr. Hjálmar Jónsson tók á móti gestum.  Yngvi Pétursson rektor ávarpaði nemendur og kynnti skólastarfið.  Rektor minntist Heimis Þorleifssonar sagnfræðikennara sem lést í sumar. Í sumar kepptu nokkrir nemendur skólans í Ólympíukeppni í raungreinum, 4 í eðlisfræði, 3 í efnafræði og 4 í stærðfræði.  Rektor þakkaði þeim nemendum sem tóku þátt í keppni í fyrra og sumar og þeim kennurum sem staðið hafa að undirbúningi við þjálfun og framkvæmd.  Hlaupadrottningunni Anítu Hinriksdóttur var óskað til hamingju með heims-, Evrópumeista- og Norðurlandatitil í 800m hlaupi í sumar. Að lokum hvatti hann nemendur til að sinna náminu vel og að ganga glöð og bjartsýn til móts við námið og veturinn sem væri framundan. 

Í skólanum eru seld fjölrit og hefti.  Bóksalan er á jarðhæð í aðalbyggingu skólans og er opin frá kl. 9-17.  Vinsamlegast kaupið fjölritin fyrir skólasetningu, sem er fimmtudaginn 22. ágúst.  Vegna þrengsla í húsnæði skólans verður ekki hægt að kaupa fjölritin eftir hádegi 22. ágúst.