Menntaskólinn í Reykjavík

Image may contain: 2 people, indoor

Síðastliðinn fimmtudag var nemendum í þýsku boðið upp á vinnustofu á vegum Goethe-Institut. Inga og Friederike frá teamGLOBAL gerðu fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast fatnaði og sjálfbærum lausnum. Nemendur gátu fræðst um fataframleiðslu og sölu, einnig tóku nemendur virkan þátt í að útfæra eigin verkefni til að vekja athygli á skynditísku sem er allsráðandi í heiminum sem hefur slæm áhrif á umhverfið.

Image may contain: 4 people, people sitting, shoes and indoor

 

 

Stjórnarskrá Íslands er hluti af námsefni 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík í sögu. Eftir að fjallað hefur verið um fyrstu stjórnarskrána 1874 og konungskomuna sama ár er breytt um takt og stjórnarskrá lýðveldisins eins og hún er í dag tekin til umfjöllunar, ýmis lykilhugtök eru skýrð, svo sem þingræði, lýðræði og lýðveldi. Fjallað er um hlutverk forseta Íslands, ráðherra og þingsins svo og mikilvægust þættina í starfsemi þess. Einnig er farið rækilega yfir mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þessum hluta námsefnisins lýkur svo með því að nemendur fara í heimsókn í Alþingishúsið þar sem starfsmenn þingsins taka á móti þeim og sýna þeim húsið. Einnig hefur skapast sú hefð að einhver þingmaður slæst í för, oft fyrrum MR-ingur, og segir frá daglegu starfi þingmanna. Þessar heimsóknir MR-inga hafa svo sannarlega fallið í kramið hjá þingmönnum og komast stundum færri að en vilja þegar óskað er eftir leiðsögumönnum úr þeirra hópi. Einnig er orðrómur um að ýmsir 6. bekkingar hafi fengið þingmanninn í magann eftir slíka ferð.

Nemendur í  6. X heimsóttu Alþingi og þar tóku Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og Margrét Snorradóttir á móti þeim og fræddu þá um starfshætti Alþingis. Margrét ræddi einnig við þá um Þjóðfundinn 1851 og atburðina í kringum hann. 

 

Mynd Laufey Einarsdóttir

 

 

 

Laugardaginn 5. október fagnaði Menntaskólinn í Reykjavík sögulegum tímamótum þegar 100 ár voru liðin frá því boðið var upp á nám við stærðfræðideild skólans. Af þessu tilefni efndu stærðfræðikennarar til málþings sem var afar vel sótt því um hundrað manns sóttu það.

Fyrir hádegi var haldin sýning á safni gamalla og nýrra kennslubóka í stærðfræði og gestum var boðið að ræða við stærðfræðikennara skólans. Einnig spreyttu ungir sem aldnir sig á ýmsum stærðfræðiþrautum.

 

Eftir hádegi söfnuðust gestir á Hátíðasal og hlýddu á áhugaverð erindi. Svanhildur Kaaber, sagði frá ævi og störfum Ólafs Dans Daníelssonar sem átti frumkvæði að því að koma á stærðfræðideild við skólann. Svana Helen Björnsdóttir ræddi um mikilvægi stærðfræðináms og hve mikilvægt það er að hlúa að stærðfræðimenntun og mikilvægi þess að nemendum á framhaldsskólastigi standi til boða öflugt raungreinanám. Síðan fluttu Ari Kristinn Jónsson, Einar Guðfinnsson, Sigurður Freyr Hafstein, Henning Arnór Úlfarsson og Reynir Axelsson fróðleg erindi á sviði stærðfræði. Það er ljóst að nú sem fyrr er jafnmikilvægt að efla skilning nemenda á stærðfræði og þjálfa reiknifærni þeirra. 

 

Eins og kom fram í erindum sem flutt voru á Hátíðasal eru framundan örar og áhugaverðar tækniframfarir sem krefjast góðrar undirstöðuþekkingar á sviði stærðfræði og raungreina. Skólinn þakkar innilega öllum þeim sem stóðu að þessu málþingi bæði með undirbúningi og flutningi erinda og þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu skólann á þessum merku tímamótum.

Fleiri myndir frá deginum má sjá hér

Stöðupróf í rússnesku verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 17. október kl. 14:00.  Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  í síðasta lagi þriðjudaginn 15. október.

Prófgjald er 20.000 kr. sem greiða skal inn á reikning skólans: 536 26 2155, kt. 6311730399. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu og afrit af kvittuninni þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Próftakar þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 9. október 2019 klukkan 17:15. Prófið verður í stofu N2, í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Þeir sem vilja fara í prófið þurfa að skrá sig á heimasíðu skólans This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ekki síðar en á hádegi 7. október. Prófgjald er kr. 13000 sem greiðist með því að leggja það inn á reikning:

0513-26-14040, kt. 6502760359. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu. Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt og auk þess verða próftakar að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

 

Test kompetencji z języka polskiego odbędzie się w Kvennaskóli w Reykjaviku, w środę 9 października 2019 o godzinie 17.15 w sali N2 w budynku głównym szkoły na Fríkirkjuvegi 9.

Osoby, które chcą przystąpić do egzaminu muszą zarejestrować się przez stronę internetową szkoły This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.nie później niż do godziny 12:00, 7 października. Opłaty za egzamin w wysokości 13 000 koron należy dokonać na konto o numerze: 0513-26-14040, kt. 6502760359, obowiązkowo wpisując imię, nazwisko i kennitalę przystępującego do egzaminu.

Do egzaminu będą mogły przystąpić osoby, które będą miały uiszczoną opłatę oraz dokument tożsamości ze zdjęciem.

 

 

Þriðjudaginn 27. ágúst var haldinn kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum kynnti rektor starf skólans og nemendafélögin kynntu sitt starf. Eftir fundinn var forráðamönnum boðið í skólann til að hitta umsjónarkennara og fá upplýsingar um námið fram undan.

 

Elísabet Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, setti skólann við hátíðlega athöfn þann 20. ágúst. Að venju gengu nemendur og kennarar fylktu liði frá MR í Dómkirkjuna þar sem athöfnin fór fram. Á komandi skólaári mun MR í fyrsta sinni einvörðugu starfa eftir breyttu, þriggja ára skipulagi. Á fimmta hundrað nemendur sóttu um inngöngu í skólann og fengu 239 þeirra skólvist á fyrsta ári. Nemendum hefur því fækkað umtalsvert og eru þeir um 670.

Elísabet rektor fór yfir nokkur nýmæli sem framundan eru í rekstri skólans en þau snúa fyrst og fremst að bættri þjónustu við nemendur með velferð þeirra að leiðarljósi, sem og ýmis skref í þá átt að gera rekstur skólans umhverfisvænni.

Sigríður Halla Eiríksdóttir, nemandi við skólann flutti söngatriði við athöfnina. Hefðbundið skólahald hefst á morgun.