Menntaskólinn í Reykjavík

Gettu betur lið skólans komst áfram í 3. umferð keppninnar í gærkvöldi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. 

Nemendum í 6.bekk máladeildar var boðið í heimsókn í utanríkisráðuneytið.

Á móti okkur tóku María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri, Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi og Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri. Þess má geta að þau eru öll útskrifuð úr máladeild MR.

Nemendur fengu kynningu á starfsemi ráðuneytissins, bæði innanlands og um allan heim.

Nemendur og kennarar máladeildar voru sammála um að heimsóknin hefði verið fræðandi, skemmtileg og gagnleg.

Við þökkum utanríkisráðuneytinu fyrir frábærar móttökur.

Stöðupróf í pólsku, dönsku og ensku verða haldin í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti föstudaginn 7. febrúar 2020.

Prófin byrja klukkan 14 í stofu 255 (á annarri hæð í nýbyggingu).

Skráning fer fram á:

https:/https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=27I0Ww2W-UOdn2HvwA_JqwmOhNCa2TlMl8EEdFet47FUMlZROVBBN1FUT0IwTzU5WERTODhNQkhaUC4u

Greiða þarf 15.000 kr próftökugjald fyrir mánudaginn 3. febrúar.

Kennitala skólans er: 590182-1099, banki 0537-26-50161.

Vinsamlegast setjið kennitölu nemanda í skýringu og sendið kvittun fyrir greiðslu á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mest geta nemendur fengið 20 feiningar metnar í 3. máli og tvo áfanga á 2. þrepi í ensku og dönsku.

Nemendur utan FB eru velkomnir.

Með kveðju,
Brynja Stefánsdóttir,
Sviðsstjóri bóknáms í FB


Hannes Björn Friðsteinsson, umsjónarmaður fasteigna lét af störfum við skólann um áramótin eftir 31 árs starf.   

Skólinn þakkar honum ómetanlegt starf og óskar honum velfarnaðar um ókomin ár.

 

 

Jólaleyfi í Menntaskólanum í Reykjavík stendur yfir frá 21. desember til 6. janúar. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Við óskum nemendum, starfsfólki og forráðamönnum nemenda gleðilegra jóla.

 rektor

Einkunnir að loknum jólaprófum verða afhentar föstudaginn 20. desember. Nemendur eru beðnir um að safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50. Þá verður gengið til jólastundar í Dómkirkjunni. Að henni lokinni verða einkunnir afhentar í heimastofu hvers bekkjar um kl. 14:30. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar kl. 8:10.

Við óskum liði MR hjartanlega til hamingju með sigur í nýsköpunarkeppni MeMa
Þau hönnuðu mosaflísar í þeim tilgangi að bæta loftgæði þar sem loftmengun er verst t.d. við stóriðjur, stórar umferðagötur og í borgum. Flísarnar er hægt að setja á hús, hljóðmúra og fleiri mannvirki. Mosinn tekur upp mikið af koltvíoxíði og skaðlegum efnum t.d. þungamálmum og köfnunarefnistvíoxíð sem annars gætu haft skaðleg áhrif á umhverfið.

 

Stöðupróf í serbnesku og tyrknesku verða haldin í Menntaskólanum í Kópavogi mánudaginn 25. nóvember kl. 14:30.  Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  í síðasta lagi föstudaginn 22. nóvember.

 Prófgjald er 20.000 kr. sem greiða skal inn á reikning skólans: 536 26 2155, kt. 6311730399. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu og afrit af kvittuninni þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Próftakar þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 15. október og tóku 306 nemendur þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 27 á efra stigi eru 16 úr MR og af efstu 21 á neðra stigi eru 6 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Efst á efra stigi

1.-2. Arnar Ágúst Kristjánsson 6.Y
1.-2. Kristján Leó Guðmundssson 6.Z
3. Andri Snær Axelsson 6.X
4. Karl Andersson Claesson 6.X
5. Kári Rögnvaldsson 6.Y
6. Bjarki Baldursson Harksen 6.X
8. Anna Kristín Sturludóttir 6.Z
9.-10. Selma Rebekka Kattoll 5.X
11. Elvar Pierre Kjartansson 6.X
12. Arnar Ingason 5.X
13.-14. Magnús Gunnar Gunnlaugsson 6.X
15. Jón Valur Björnsson 5.X
16.-17. Ellert Kristján Georgsson 6.R
22.-23. Þorgeir Arnarson 6.Y
25.-27. Sigurður P Fjalarsson Hagalín 5.X
25.-27. Vigdís Selma Sverrisdóttir 5.X

Efst á neðra stigi

1 Viktor Már Guðmundsson 4.F
3. Karitas T. Z. Friðjónsdóttir 4.E
12.-14. Einar Andri Víðisson 4.H
15.-16. Eva Mítra Derayat 4.B
17.-21. Alex Orri Ingvarsson 4.C
17.-21. Katrín Ósk Arnarsdóttir 4.F