Menntaskólinn í Reykjavík

Forkeppni Landskeppni í eðlisfræði 2020 er nú lokið og tóku 175 nemendur frá 8 framhaldsskólum þátt í henni.

 Eftirfarandi eru nöfn og skólar þeirra 14 nemenda sem boðið er í úrslitakeppnina í réttri röð eftir árangri í forkeppninni, ásamt varamönnum: Úrslitakeppnin fer fram helgina 28.-29.mars næstkomandi.  Verðlaunaafhending verður á Háskólatorgi sunnudaginn 29.mars klukkan 16:30.

Aðalmenn:

Kristján Leó Guðmundsson

MR

Kári Rögnvaldsson

MR

Arnar Ágúst Kristjánsson

MR

Jón Valur Björnsson

MR

Jason Andri Gíslason

MR

Bjarki Baldursson Harksen

MR

Karl Andersson Claeson

MR

Aron Freyr Pétursson

MR

Jón Hákon Garðarsson

MR

Örn Steinar Sigurbjörnsson

MR

Ívan Már Þrastarson

Versló

Arnar Gylfi Haraldsson

MR

Elínborg Ása

Versló

Kjartan Þorri Kristjánsson

MR


Varamenn:

Valdimar Örn Sverrisson

MR

Aron Orri Fannarsson

MR

Hálfdán Ingi Gunnarsson

MH

Íþaka verður lokuð næstu 4 vikur. Hægt er að hafa samband við bókasafnsfræðing í gegnum tölvupóst ef þið þurfið aðstoð t.d. vegna rafrænna gagna fyrir verkefnaskil. Netfangið hennar Örnu er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Í kvöld sigraði lið MR spurningakeppnina Gettu Betur. Við óskum þessu frábæra liði innilega til hamingju með sigurinn, þau eru búin að standa sig vel í vetur. 

 Í ljósi samkomubanns og lokunar framhaldsskóla verður rask á skipulagi náms og kennslu í skólanum. Við munum engu að síður kappkosta að halda úti kennslu á eins markvissan hátt og okkur er unnt. Rektor fór í alla bekki í dag og ræddi við nemendur, brýndi fyrir þeim að það er lykilatriði að þeir skipuleggi tímann sinn og fari eftir leiðbeiningum kennara. Öllum ætti þó að vera ljóst að lokun skólans reynir mikið á nemendur og foreldra.

 Stjórnendur skólans munu sinna sínum störfum, símaþjónusta verður óbreytt þar til annað verður ákveðið. Eftir helgi munu kennarar senda nemendum vinnuáætlanir. Kennarar munu nýta sér tölvupóst, námsnetið, Innu, Teams og jafnvel Youtube og Facebook, allt eftir því sem þeir velja. Það er mjög mikilvægt að nemendur lesi tölvupóstinn sinn reglulega.

 Stoðþjónusta skólans verður áfram í boði, en með öðru sniði, þar sem nemendum er ekki heimilt að koma í skólann. Nemendur og foreldrar geta haft samband við námsráðgjafa og hjúkrunarfræðing með tölvupósti. Einnig er hægt að panta símaviðtal með því að senda tölvupóst.

 Námsráðgjafar skólans eru:

Anna Katrín Ragnarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðrún Þ. Björnsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Hjúkrunarfræðingur:

Arna Garðarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Netföng allra kennara eru á heimsíðu skólans, www.mr.is.

 Skólinn mun upplýsa ykkur um stöðu mála eftir því sem fram vindur.

 Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,

 

Elísabet Siemsen rektor

Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

Keppnin er haldin á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og er markmiðið að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun. Keppnin er byggð á Edumundo-herminum sem er vel þekktur og var keppnin í ár fólgin í því að stýra fyrirtæki yfir nokkurra ára tímabil sem var í útflutningi á reiðhjólum og verkefnið var að koma þeim inn á fleiri markaði.

1. sæti

Í fyrsta sæti var blandað lið Menntaskólans við Hamrahlíð, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, en liðið hlaut peningaverðlaun frá Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Liðið var skipað þeim Björgvini Viðari Þórðarssyni úr MR, Hauki Methúsalem Óskarssyni úr MH, Magnúsi Baldvini Friðrikssyni úr MS, og Oddi Stefánssyni úr MR.

Í ljósi þess að skólahald verður með breyttu sniði næstu vikurnar hvetjum við nemendur til að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum og vera virk á námsnetinu og Innu. Kennarar munu vera í sambandi við sína nemendur til að kynna fyrir þeim fyrirkomulag fjarkennslu í sínu fagi. 

Nánari upplýsingar verða settar á heimasíðuna þegar þær liggja fyrir. 

Rektor MR hefur, að höfðu samráði við Öryggisráð MR,  samþykkt að fresta grunnskólakepnninni í stærðfræði, sem átti að fara fram þriðjudaginn 17. mars, um óákveðinn tíma

Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2020

Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram laugardaginn 7. mars. Keppendur voru 36. MR-ingar stóðu sig afar vel í keppninni. Í 17 efstu sætunum eru 10 úr MR:

1.  Andri Snær Axelsson 6.X

2.  Arnar Ágúst Kristjánsson 6.Y

3.  Bjarki Baldursson Harksen 6.X

4.  Karl Andersson Claesson 6.X

6.-7. Jón Valur Björnsson 5.X

6.-7. Kári Rögnvaldsson 6.Y

10. Kristján Leó Guðmundsson 6.Z

11.-15. Magnús Gunnar Gunnlaugsson 6.X

16. Viktor Már Guðmundsson 4.F

17. Elvar Pierre Kjartansson 6.X

 

Til hamingju með frábæran árangur!