mr.is >> Keppni >> Skákmeistarar
Skákmeistarar
MR er Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák 2011
Sunnudagur, 13. febrúar 2011 23:42

Sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák 2011. Þetta er þriðja árið í röð sem M.R. verður Íslandsmeistari framhaldskólasveita og er sveitin Norðurlandameistari frá 2009 og 2010! Glæsilegur árangur.  Hún hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fer í september.

Íslandsmót framhaldsskóla fór fram 12. febrúar og tefldu fjórar sveitir.

Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit með 10 1/2 vinning.
2. sæti: Verzlunarskóli Íslands með 8 vinninga.
3. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit með 3 vinninga.
4. sæti: Menntaskólinn í Kópavogi með 2 1/2 vinning

Sveitirnar voru skipaðar eftirtöldum nemendum:
A-sveitin:
1. borð: Sverrir Þorgeirsson, 6.Y
2. borð: Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y
3. borð: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X
4. borð: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R

B-sveitin:
1. borð: Paul Joseph Frigge, 6.X
2. borð: Árni Guðbjörnsson, 4.Q
3. borð: Leó Jóhannsson, 6.Y
4. borð: Bergsteinn Már Gunnarsson, 6.X

isl_mot_framhaldssk_2011_img_7317

Sigursveitin 2011

 
Skáksveitin heiðruð
Föstudagur, 19. nóvember 2010 23:52

skakmenn
Mynd, Morgunblaðið 19.11.10

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heiðraði unga afreksmenn í skák með kaffisamsæti í Ráðherrabústaðnum fimmtudaginn 18. nóvember.
Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík varð Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák, annað árið í röð, en liðið skipuðu Sverrir Þorgeirsson, 6.Y, Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X,  Paul Joseph Frigge 6.X  og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R.
Skáksveit Rimaskóla var Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák og skáksveit Salaskóla hlaut silfurverðlaun á Norðurlandameistaramóti grunnskóla. 

 
«FyrstaFyrri123NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2019 Next month
    S M Þ M F F L
week 5                     1 2
week 6 3 4 5 6 7 8 9
week 7 10 11 12 13 14 15 16
week 8 17 18 19 20 21 22 23
week 9 24 25 26 27 28