Menntaskólinn í Reykjavík

  • Nýr konrektor
    Einar Hreinsson hefur verið ráðinn konrektor við skólann frá 1. ágúst. Sjá nánar í frétt hér fyrir neðan.

Fréttir

Menntamálaráðherra í heimsókn

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Menntaskólann í Reykjavík á dögunum.

Þar tók Linda Rós Michaelsdóttir rektor á móti ráðherra og fylgdarliði og sýndi húsakost skólans. Hinar sögufrægu byggingar hans, t.d. bókhlaðan Íþaka, voru heimsóttar og einnig ræddi ráðherra við nemendur í kennslustofum. Að lokinni yfirferðinni sat ráðherra fund með skólastjórnendum í fundarsal á efstu hæð Skólahússins þar sem rædd voru helstu mál er skólann varða. (Frétt og mynd fengin á vef menntamálaráðuneytisins)

MR-005