mr.is >> Fréttir >> Menntamálaráðherra í heimsókn
Menntamálaráðherra í heimsókn
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013 11:28

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Menntaskólann í Reykjavík á dögunum.

Þar tók Linda Rós Michaelsdóttir rektor á móti ráðherra og fylgdarliði og sýndi húsakost skólans. Hinar sögufrægu byggingar hans, t.d. bókhlaðan Íþaka, voru heimsóttar og einnig ræddi ráðherra við nemendur í kennslustofum. Að lokinni yfirferðinni sat ráðherra fund með skólastjórnendum í fundarsal á efstu hæð Skólahússins þar sem rædd voru helstu mál er skólann varða. (Frétt og mynd fengin á vef menntamálaráðuneytisins)

MR-005

 
Last month Mars 2019 Next month
    S M Þ M F F L
week 9                     1 2
week 10 3 4 5 6 7 8 9
week 11 10 11 12 13 14 15 16
week 12 17 18 19 20 21 22 23
week 13 24 25 26 27 28 29 30
week 14 31