Við innritun í skólann velja nemendur um tvær meginnámsbrautir:
Námsbrautir í MR hjá nemendum sem voru innritaðir 2015 eða fyrr
Vorið 2016 er gert ráð fyrir að nemendur verði innritaðir á þriggja ára námsbrautir. Þetta nám verður kynnt á næstunni. Við innritun velja nemendur eins og áður um tvær meginnámsbrautir: málabraut og náttúrufræðibraut og einnig um 3.mál: frönsku, spænsku eða þýsku.
Jafnframt er unnið að skipulagi námsbrauta fyrir nemendur sem hafa lokið námi í 9. bekk. Í skipulaginu er miðað við ársnám til undirbúnings ofangreindu þriggja ára námi. Heimild hefur ekki enn fengist fyrir náminu en verið er að kanna möguleika á því í samstarfi við Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
|
 |
|