mr.is
Orrinn
Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 10:00

Listafélagið stóð fyrir hinni árlegu tónsmíðakeppni 15. nóvember. Þar steig á svið hæfileikaríkt tónlistarfólk úr röðum nemenda og flutti frumsamin tónverk og texta. Una Torfadóttir, nemandi í VI. A, bar sigur úr býtum með tónsmíð sinni Í löngu máli. Þess má geta að Una hefur farið með sigur af hólmi þrjú ár í röð. Í öðru sæti var Garpur Hnefill Emilíuson með vel útfært raftónlistarverk. Til hamingju!

orinn2018


Síðast uppfært: Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 12:08