Menntaskólinn í Reykjavík

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni Gettu betur með því að sigra lið Kvennaskólans í Reykjavík í úrslitaviðureigninni laugardaginn 30. mars

 

Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni Gettu betur með því að sigra lið Verslunarskóla Íslands í úrslitaviðureigninni laugardaginn 27. mars. Við óskum Elíasi Karli Guðmundssyni, Halldóri Kristjáni Þorsteinssyni og Ólafi Hafstein Pjeturssyni innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í keppninni. Ykkur og þeim sem stóðu að þjálfun liðsins í vetur eru færðar innilegar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þið hafið lagt á ykkur til að ná þessum árangri.  Þetta er 16. sigur Menntaskólans í Reykjavík í 25 ára sögu keppninnar.

gettubetur10

Lið Menntaskólans í Reykjavík komst í úrslit en tapaði naumlega fyrir liði Kvennaskólans í afar tvísýnni og æsispennandi úrslitaviðureign laugardaginn 2. apríl en lokatölur urðu 21:22. Við óskum Kvennaskólanum til hamingu með sigurinn. Þarna kepptu tvö frábær lið sem voru skólum sínum til mikils sóma. Jóni Áskatli, Ólafi Hafstein og Stefáni sem skipuðu lið Menntaskólans í Reykjavík eru færðar innilegar þakkir fyrir þátttökuna og alla þá vinnu sem þeir hafa lagt á sig í keppninni.

gettub2