Menntaskólinn í Reykjavík

Nú liggja fyrir niðurstöður þýskuþrautar sem fór fram 27. febrúar. Frammistaða nemenda skólans var glæsileg. Þeir hrepptu 13 af efstu 20 sætunum. Innilega til hamingju!  

 Stuttmynd nemenda Menntaskólans í Reykjavík fékk fyrstu verðlaun

Þann 14. apríl fór fram verðlaunaafhending í Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku á málstofu í Iðnó sem haldin var af Þýska Sendiráðinu, Félagi þýzkukennara og Þýskudeild HÍ undir heitinu “Hvað getur þýska gert fyrir þig?”. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar keppni innan þýskunnar á landsvísu og voru samtals 17 stuttmyndir sendar inn til þátttöku í keppninni. Stuttmynd nemenda MR úr 5. bekk sem ber heitið “Klopf, klopf” vakti mikla athygli á málstofunni og fékk fyrstu verðlaun á málstofunni. Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

 • Arnar Guðjón Skúlason 5.S
 • Ása Dóra Gylfadóttir 5.R
 • Hrafnkell Óskarsson 5.S
 • Sigríður Lilja Magnúsdóttir 5.S
 • Paul Joseph Frigge 5.X
 • Jón Halldór Hjartarson 5.S

 

Stuttmyndin Klopf, klopf!

Hér má sjá myndir frá málstofunni í Iðnó en þar fór einnig fram verðlaunaafhending Þýskuþrautarinnar, sjá nánar.

picasa_albumid=5661653846307077825

Stuttmyndir nemenda Menntaskólans í Reykjavík fengu önnur og þriðju verðlaun í keppni framhaldsskólanna um bestu þýsku stuttmyndina.

Þann 15. apríl fór fram í annað sinn verðlaunaafhending í Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku á sérstakri málstofu í Iðnó. Viðburðurinn var haldinn af Þýska Sendiráðinu, Félagi þýzkukennara og Þýskudeild HÍ undir heitinu “Af hverju þýska?”. Dómnefndina skipuðu þrír nemendur frá Kvikmyndaskóla Íslands. Stuttmynd nemenda úr Verslunarskóla Íslands “Verschwunden” fékk fyrstu verðlaun. Mynd nemenda MR úr 4. bekk “Liebe und Spinnen” fékk önnur verðlaun og mynd nemenda MR úr 5. bekk “Nein, Mann” fékk þriðju verðlaun. Við óskum nemendum okkar til hamingju með góðan árangur. Með því að smella á meðfylgjandi skrár má horfa á myndirnar frá nemendum MR.

3. verðlaun -  Nein Mann

 • Sædís Birta Barkardóttir 5M
 • Alma Rut Óskarsdóttir 5M
 • Steinunn B Sveinbjörnsdóttir 5M
 • Hanna Ragnarsdóttir 5M
 • Margrét Lilja Ægisdóttir 5M 

 Nein mann
 

2. verðlaun - Liebe und Spinnen

 • Erla Guðný Helgadóttir 4R
 • Bryndís Bjarnadóttir 4R
 • Steinunn Steinþórsdóttir 4R
 • Soffía Rún Skúladóttir 4R 

 Liebe und Spinnen

Í ár tóku alls 69 nemendur frá 13 framhaldsskólum  þátt í keppninni.  Venjan er að verðlauna 20 bestu úrlausnirnar.  Úr hópi vinningshafa fá tveir þátttakendur  4 vikna þýskalandsdvöl í boði PAD  (Pädagogischer Ausstauschdienst Deutschlands)  og einn vinningshafi fær 2 vikna dvöl í „Eurocamp“ þar sem ungmenni frá mörgum löndum hittast  og taka þátt í ýmsum verkefnum.

Verðlaunaafhendingin í ár fór fram fimmtudaginn 23. apríl í boði þýska sendaherrans.
Verðlaunahafar frá MR voru að þessu sinni:

 • Laufey Dóra Áskelsdóttir, 5.S, 4. sæti        Laufey  hefur þegið 4 vikna dvöl í Þýskalandi.
 • Elías Karl Guðmundsson, 5.X, 10. sæti
 • Ásdís Braga Guðjónsdóttir, 5.S, 11. sæti
 • Guðný Lára Guðmundsdóttir, 4.S, 19.-21. sæti
 • Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir, 4.M, 19.-21. sæti

 

IMG_0531

Hópurinn sem fékk verðlaun 2009

Í ár tóku alls um 90 nemendur þátt í keppninni.  Venjan er að verðlauna 20 bestu úrlausnirnar.  Úr hópi vinningshafa fá tveir þátttakendur  4 vikna þýskalandsdvöl í boði PAD  (Pädagogischer Ausstauschdienst Deutschlands)  og einn vinningshafi fær 2 vikna dvöl í „Eurocamp“ þar sem ungmenni frá mörgum löndum hittast  og taka þátt í ýmsum verkefnum.

Nemendur skólans sýndu góðan árangur og urðu níu MRingar í efstu tuttugu sætunum:

 • Sigríður Lilja Magnúsdóttir, 5.S, 3. sæti       
 • Jón Halldór Hjartarson, 5.S, 5. sæti  Jón Halldór  hefur þegið 2vikna EuroCamp-dvöl í Þýskalandi.
 • Viktor Stefánsson, 5.A, 6. sæti
 • Guðný Lára Guðmundsdóttir, 5.Z, 7.-8. sæti
 • Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir, 5.Z, 10. sæti
 • Agnes Þorkelsdóttir, 4.M, 13. sæti
 • Þorsteinn Örn Gunnarsson, 5.X, 14. sæti
 • Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, 5.Z, 15. sæti
 • Adam Þór Þorgeirsson, 5.Z, 17. sæti
 • 1
 • 2