Menntaskólinn í Reykjavík

Stefanía Katrín Finnsdóttir nemandi Menntaskólans í Reykjavík hlaut bronsverðlaun á alþjóðlegri Ólympíukeppni í efnafræði. Keppnin var haldin dagana 19.-29. júlí í Baku í Azerbaijan. Stefanía er fimmti íslenski nemandinn sem vinnur til verðlauna á Ólympíukeppninni í efnafræði en Ísland hefur sent þátttakendur til keppninnar í 14 ár. 

Lið Íslands var skipað fjórum keppendum sem allir eru nemendur MR. Fyrir utan Stefaníu voru það þeir Arn­ór Jó­hanns­son, Tóm­as Viðar Sverris­son og Úlfur Ágúst Atla­son. Liðstjórar voru Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjúnkt í efnafræði við Háskóla Íslands og Már Björgvinsson efnafræðikennari við MR. 

Í keppninni kepptu 290 einstaklingar frá 75 löndum en hvert land má að hámarki senda fjóra keppendur til leiks. Keppnin skiptist í fræðilegan hluta og verklegan hluta og nemendur fá fimm klukkustundir til að ljúka við verkefnið. 

Úrslit 12. Landskeppninnar í efnafræði eru ráðin. Í ár voru þátttakendur 109 talsins frá 9 skólum. Að undangenginni forkeppni í skólunum tóku 13 nemendur þátt í úrslitakeppni sem fram fór við Háskóla Íslands helgina 9.-10. mars síðastliðinn.

Árangur MR-inga var mjög góður:  

8. landskeppni í efnafræði er lokið og tóku 116 nemendur þátt í henni frá 10 skólum.
15 efstu nemendunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni 28. og 29. mars.
Nemendur skólans sýndu góðan árangur og af fimmtán efstu voru sex úr MR.
 • Guðni Þór Þrándarson, 6.S, 1. sæti
 • Trausti Sæmundsson, 6.X, 2. sæti
 • Sindri Jarlsson, 5.S, 3. sæti
 • Guðmundur Kári Stefánsson, 5.X, 7.-8. sæti
 • Vilborg Guðjónsdóttir, 5.M, 9.-14. sæti
 • Þórdís Kristinsdóttir, 5.S, 9.-14. sæti

Úrslitakeppnin í efnafræði fór fram helgina 28.-29. mars. Nemendur skólans urðu í fjórum af efstu þrettán sætunum:

 • Guðni Þór Þrándarson, 6.S, í 2. sæti MR
 • Guðmundur Kári Stefánsson, 5.X, í 7. sæti
 • Trausti Sæmundsson, 6.X, í 12. sæti
 • Vilborg Guðjónsdóttir, 5.M, í 13. sæti

 

Olympíukeppnin 2009 verður haldin í Cambridge, Englandi

Úrslit úr landskeppni framhaldsskólanna í efnafræði liggja fyrir. Landskeppnin í efnafræði fór fram 2. mars.
Fjórtán nemendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 20. og 21. mars næstkomandi.

Af þessum fjórtán eru sjö úr MR.

 • Aðalsteinn Hjörleifsson, 5.S
 • Arnar Guðjón Skúlason, 5.S
 • Arnþór Axelsson, 6.X
 • Guðmundur Kári Stefánsson, 6.X
 • Hákon Freyr Gunnarsson, 5.X
 • Hrafnhildur Gunnarsdóttir, 5.S
 • Konráð Þór Þorsteinsson, 5.X
 • 1
 • 2