Menntaskólinn í Reykjavík

Skáksveit skólans, sem skipuð er þeim

 • Sverri Þorgeirssyni (5.Z)
 • Ingvari Ásbjörnssyni (4.T)
 • Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur (3.C)
 • Bjarna Jens Kristinssyni (4.X)
 • Paul Joseph Frigge (4.M)
 • Sigríði Björgu Helgadóttur (3.I),

varð Íslandsmeistari framhaldsskólasveita í skák föstudaginn 24. apríl, eftir sigur á sveit MH. Með sigri þessum hefur sveit MR öðlast þátttökurétt á Norðurlandamóti framhaldsskólasveita sem áætlað er að halda í Noregi í haust.

Skáksveit MR varð Norðurlandameistari framhaldsskóla en keppnin fór fram í Osló um helgina.
Við óskum þeim til hamingju en í skáksveitinni eru:
 • Sverrir Þorgeirsson
 • Bjarni Jens Kristinsson
 • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
 • Paul J. Frigge

Sveitin sigraði norsku sveitina 3-1, sem þjálfuð er af Simen Agdestein, í lokaumferðinni þrátt fyrir að vera stigalægri á öllum borðum og náði þar með efsta sætinu af gestgjöfunum. 
Sverrir Þorgeirsson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir unnu og Bjarni Jens Kristinsson og Paul Frigge gerðu jafntefli.

Frétt Skáksambandsins
Heimasíða mótsins í Noregi

Sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák 2010. Hún hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fer í Danmörku í september.
Íslandsmót framhaldsskóla fór fram föstudaginn 26. mars og tefldu fjórar sveitir.

Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit með 8 1/2 vinning.
2. sæti: Verzlunarskóli Íslands með 5 1/2 vinning.
3. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit með 5 1/2 vinning.
4. sæti: Menntaskólinn við Hamrahlíð með 4 1/2 vinning.

2010skak

Í sigurliði M.R. eru:
1. b. Sverrir Þorgeirsson
2. b. Bjarni Jens Kristinsson
3. b. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
4. b. Paul Joseph Frigge
 
Í bronsliði M.R. B-sveitar eru:
1. b. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2. b. Jóhannes Bjarki Tómasson
3. b. Mikael Luis Gunnlaugsson
4. b. Daníel Björn Yngvason

 

skakmenn
Mynd, Morgunblaðið 19.11.10

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heiðraði unga afreksmenn í skák með kaffisamsæti í Ráðherrabústaðnum fimmtudaginn 18. nóvember.
Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík varð Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák, annað árið í röð, en liðið skipuðu Sverrir Þorgeirsson, 6.Y, Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X,  Paul Joseph Frigge 6.X  og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R.
Skáksveit Rimaskóla var Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák og skáksveit Salaskóla hlaut silfurverðlaun á Norðurlandameistaramóti grunnskóla. 

Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík er Norðurlandameistari annað árið í röð. 
Í lokaumferðinni vannst 4-0 sigur á Finnlandi II.  Sveitin fékk 10 vinninga af 12 mögulegum og fékk hálfum vinningi meira en sænska sveitin sem hafnaði í öðru sæti.

Lokastaðan:

 • MR 10 v. af 12
 • Svíþjóð 9½ v.
 • Finnland I 3½ v.
 • Finnland II 1 v.

Skáksveit MR:

 • Sverrir Þorgeirsson, 6.Y
 • Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y
 • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X
 • Paul Joseph Frigge, 6.X
 • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R

 

NM10_1

NM10_2

NM10_3

 • 1
 • 2