mr.is
3.jpg
Fréttir og tilkynningar
Stöðupróf í bosnísku
Miðvikudagur, 21. nóvember 2018 13:38

Stöðupróf í bosnísku verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember kl. 10:00 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Próftakan kostar kr. 13.000-.
Próftakar þurfa að millifæra prófgjaldið inn á 0321-26-644, kt. 470104-2010, fyrir kl. 12:00 þann 28. nóvember og mæta með kvittun fyrir millifærslunni í prófið, ásamt skilríkjum. Þegar millifærsla á sér stað, þá vinsamlega tilgreinið í skýringu kennitölu próftaka.
Óski próftaki eftir að þreyta próf í öðrum skóla en FSN þá þarf viðkomandi að fá leyfi fyrir próftöku í eigin skóla.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 21. nóvember 2018 13:39
 
Stöðupróf í norsku og sænsku
Miðvikudagur, 21. nóvember 2018 08:23

Stöðupróf í norsku og sænsku verða haldin laugardaginn 8. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Nánari upplýsingar um skráningu er að finna inn á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.

 
Jólaprófstafla 2018
Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 10:07

Próftöflur fyrir jólaprófin 2018 eru komnar hér hægra megin og undir nemendur 

 
Orrinn
Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 10:00

Listafélagið stóð fyrir hinni árlegu tónsmíðakeppni 15. nóvember. Þar steig á svið hæfileikaríkt tónlistarfólk úr röðum nemenda og flutti frumsamin tónverk og texta. Una Torfadóttir, nemandi í VI. A, bar sigur úr býtum með tónsmíð sinni Í löngu máli. Þess má geta að Una hefur farið með sigur af hólmi þrjú ár í röð. Í öðru sæti var Garpur Hnefill Emilíuson með vel útfært raftónlistarverk. Til hamingju!

orinn2018


Síðast uppfært: Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 12:08
 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Last month Febrúar 2019 Next month
    S M Þ M F F L
week 5                     1 2
week 6 3 4 5 6 7 8 9
week 7 10 11 12 13 14 15 16
week 8 17 18 19 20 21 22 23
week 9 24 25 26 27 28