Menntaskólinn í Reykjavík

Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Markmið ráðgjafarinnar er að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali. Náms- og starfsráðgjöf er skilvirkt forvarnarstarf og hún fer fram í trúnaði.

Hlutverk námsráðgjafa er að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í skólanum standa vörð um velferð þeirra og vera málsvari þeirra inna skólans. Nemendur eiga greiðan aðgang að trúnaðarmanni sem getur veitt aðstoð. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. Hann er bundinn þagnarskyldu.

Námsráðgjafi safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf. Hann stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.

Það er eðlilegt að þurfa að fást við vandamál, áhyggjur og erfiðleika. Það er sjálfsagt og eðlilegt að leita sér upplýsinga, stuðnings og aðstoðar. Það er mikilvægur liður í þroska hvers manns að takast á við erfiðleika. Hafðu samband við náms- og starfsráðgjafa ef til dæmis upp koma vandamál í náminu (hér), sértækir námsörðugleikar (hér), persónuleg vandamál, breytingar á högum og félagslegur vandi. Sjá flýtileiðir hér á síðunni til hægri.

Eitt af markmiðum námsráðgjafa er að hafa gott samstarf við heimilin svo hægt sé að vinna að velferð nemenda.

Hafi nemendur greiningar um sértæka námserfiðleika er mikilvægt að koma þeim til námsráðgjafa sem allra fyrst að hausti til að geta aðstoðað og fundið viðeigandi úrræði.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn vandamála sem hindra þá í námi. Hann er bundinn þagnarskyldu um öll einkamál nemenda og gefur ekki upp nöfn eða erindi þeirra sem til hans leita eða ræðir mál þeirra á þann hátt að greina megi um hvern er að ræða.

Námsráðgjafar skólans eru:

Guðrún Þ. Björnsdóttir, sími 5451930, gudrunth hjá mr.is, alla daga nema mánudaga
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 545 1929, annakatrin hjá mr.is