Menntaskólinn í Reykjavík

Þjónusta

Þjónusta

Hlutverk

Bókhlaðan Íþaka er skólabókasafn.  Meginmarkmið starfseminnar er að veita nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans aðgang að bókum, upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu.

Útlán

Bókasafnið er opið frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga. Lestrarsalurinn er opinn frá kl. 7:30 til 18:00, lengur á próftímabilum. Safnið er opið öllum nemendum, kennurum og starfsfólki skólans. Útlánstími er allt frá einum sólarhring upp í fjórar vikur. Lánþegar greiða ekki fyrir útlán en bera ábyrgð á þeim gögnum sem fengin eru að láni.

Bókasafn Íþöku er þátttakandi í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Hægt er að finna mest allan safnkost Íþöku þar. Safnkostur er fjölbreyttur: bækur, tímarit, dvd-diskar, geisladiskar og fleira.

Bókasafnið er nettengt og hafa nemendur aðgang að tölvum og prentara.

Ljósritun

Nemendur geta ljósritað upp úr gögnum safnsins. Ljósrit eru seld gegn hóflegu verði.

Lessalur

Í Íþöku er lessalur fyrir 30 manns. Hann er opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 7:30 - 18:00. Á prófatímum er opnunartíminn sveigjanlegri, einnig er opið um helgar. Á lessal eru orðabækur og aðrar handbækur og eru þær einungis til nota innan skólans.

 

Starfsmenn

Arna Emilía Vigfúsdóttir bókavörður 

sími 545-1920

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.