Menntaskólinn í Reykjavík

Þjónusta

Þjónusta

Tveir námsráðgjafar starfa við skólann og sjá þeir um að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali.  Náms- og starfsráðgjöf er skilvirkt forvarnastarf og hún fer fram í trúnaði.

Einnig starfar við skólann hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í geðhjúkrun. Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál.