Menntaskólinn í Reykjavík

Stuðningsteymi

Stuðningsteymi

Nemendavernd er í höndum Stuðningsteymis Menntaskólans í Reykjavík. Helstu viðfangsefni teymisins  er að fjalla um mál nemenda sem þurfa á sérstökum úrræðum að halda í námi. Ásamt því er umfjöllun um félags- og tilfinningamál sem upp koma meðal einstaklinga og hópa. Stuðningsteymi og áfallaráð móta stefnu og viðbrögð  skólasamfélagsins við áföllum s.s. dauðsföllum, slysum og alvarlegum veikindum. Einnig er það hlutverk ráðsins að móta stefnu í forvörnum og viðbrögð við einelti. Fara skal með öll mál sem teymið fjallar um sem trúnaðarmál.

Í stuðningsteymi Menntaskólans í Reykjavík sitja kennslustjóri, náms- og starfsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur,forvarnarfulltrúi og félagsmálafulltrúi.