Menntaskólinn í Reykjavík

1979

Stúdentar 1979

Kæru samstúdentar 1979

Í tilefni af 35 ára afmælinu ætlar 1979 árgangurinn að hittast í Víkinni þann 10. mai næst komandi. Víkin er í húsi Sjóminjasafnsins við Grandagarð.
Fögnuður hefst kl. 20, standandi borðhald og diskótek. Miðaverð er um 6000 kr. á mann og makar að sjálfsögðu velkomnir.
Ræðumaður kvöldsins mun koma á óvart, en skemmtiatriði getur hver bekkur skipulagt fram á vorið eða í bekkjarpartýum fyrr um daginn.
Nánari upplýsingar um miðaverð, skráningu og greiðslufyrirkomulag kemur í byrjun apríl.
Látið boð út ganga - sérstaklega til þeirra sem ekki eru á facebook - og mætum öll!

Nefndin