Menntaskólinn í Reykjavík

Skrifstofan

Skrifstofan

Skrifstofa skólans er á þriðju hæð í skólahúsinu og er opin virka daga frá kl. 8:00 til 15:00.

Nemendum ber að tilkynna forföll eins fljótt og unnt er með rafrænni skráningu í INNU.  Auk þess þurfa nemendur að koma vottorði eða forfallatilkynningu með nafni og bekk, undirritaðri af foreldri/forráðamanni í póstkassa á 3.hæð.

 

Á skrifstofu eru veittar allar almennar upplýsingar.

Skólavottorð og vottorð vegna skattalækkunar, staðfesting á námslokum og afrit af stúdentseinkunnum vegna skólaumsókna erlendis eru gefin út á skrifstofu.

Skrifstofan veitir einnig upplýsingar um styrki til nemenda.

Umsóknum um undanþágur eða leyfi ber að skila á sérstökum eyðublöðum á skrifstofu skólans.

Starfsfólk skrifstofu:
Helga Liv Óttarsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri
Gerður Hauksdóttir, fulltrúi 
Soffía Falkvard Antonsdóttir, fulltrúiSími 5451900

póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.