Menntaskólinn í Reykjavík

Auglýsing frá Gullpennasjóði

Nemendum sjötta bekkjar Menntaskólans í Reykjavík gefst kostur á að taka þátt í ritgerðasamkeppni um sérstakan gullpenna. Ef ástæða þykir til er hann afhentur við skólaslit. Þeir nemendur sjötta bekkjar, sem hafa áhuga á, sendi ritgerð til skrifstofu skólans. Gerðar eru allstrangar kröfur um frágang, mál og stíl, byggingu og efnistök. Ritgerðin á að vera 1500 til 3000 orð. Henni skal skilað í lokuðu umslagi, merkt svo: Samkeppni um gullpenna. Ritgerðinni skal fylgja dulnefni höfundar en nafn og bekkjardeild skal vera á blaði í litlu hjálögðu umslagi. Ritgerð skal skilað í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl nk.

Stjórn Gullpennasjóðs