Menntaskólinn í Reykjavík

Tölvufræði

Tölvufræði

Lýsing

Uppsetning texta með ritvinnsluhugbúnaði og útvinnsla gagna með töflureikni. Áhersla á tölfræðiúrvinnslu. Einföld vefsíðugerð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • undirstöðuatriðum í uppsetningu texta með ritvinnsluhugbúnaði með stillingu efnisgreina, dálkastillum og töflum
 • uppsetningu stærðfræðitákna með jöfnuritli
 • undirstöðuatriðum í glærugerð
 • undirstöðuatriðum í uppsetningu gagna í töflureikni
 • einföldum reikningum í töflureikni
 • einföldum föllum í töflureikni
 • grunnhugtökum tölfræðinnar
 • einföldum HTML-kóða

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • frágangi texta í ritvinnsluhugbúnaði
 • uppsetningu á glærusýningu
 • reikningum og uppsetningu gagna með töflureikni
 • úrvinnslu gagna
 • að setja upp einfaldar vefsíður

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • setja texta og upplýsingar skilmerkilega fram
 • beita skipulegum aðferðum við lausnir verkefna á sviði upplýsingatækni
 • túlka myndræna framsetningu á gögnum og greina hvenær slík framsetning er æskileg
 • vera læs á mál tölvufræðinnar

Námsmat

Símat: regluleg skil verkefna, framistaða nemandans í tímum, vinnubrögð við heimanám, stór skilaverkefni unnin í hópum, hlutapróf.

Skammstöfun

UPPL1RT02