Menntaskólinn í Reykjavík

Jarðfræði

Jarðfræði

Lýsing

Námsefnið er aðallega sniðið að jarðfræði Íslands og tengslum hennar við almenna jarðfræði jarðskorpunnar. Leitast er við að auka skilning á því hvernig innræn og útræn öfl setja mark sitt á umhverfið. Kynnt er til sögunnar skipting á jarðsögu Íslands í tertíer- og kvartertímabil og bornir saman hinir ýmsu þættir svo sem eldvirkni, landmótun, loftslag og lífríki.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • steinda- og bergfræði landsins
 • myndun og flokkun helstu djúpbergs- og gosbergsmyndana
 • flokkun og sérkennum íslenskra eldstöðva
 • skiptingu jarðhitasvæða á Íslandi
 • jarðskjálftum og tengslum þeirra við flekahreyfingar sem og afleiðingar jarðskjálfta
 • lagskiptingu jarðar, landrekskenningunni og flekahreyfingum jarðskorpunnar
 • veðrun, rofi og setmyndun á Íslandi
 • landmótun vatnsfalla, jökla og sjávar
 • flokkun vatnsfalla og stöðuvatna
 • jarðsögu Íslands með tilliti til skiptingar í tímabil sem og eldvirkni, landmótunar, loftslags og lífríkis

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að greina á milli eldstöðva og að átta sig á virkni þeirra
 • að greina ummerki innrænna afla svo sem jarðhita og jarðskjálfta
 • að greina ummerki útrænna afla við landmótun af völdum sjávar, jökla og vatnsfalla

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta lesið í umhverfi sitt og áttað sig á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir náttúrunni
 • geta dregið ályktanir af ólíkum umhverfisaðstæðum á Íslandi hvað varðar myndun og mótun landsins
 • skilja umfjöllun fjölmiðla um náttúruhamfarir sem eiga sér stað reglulega á jörðinni
 • átta sig á mikilvægi og notagildi hinna ýmsu jarðfræðilegu fyrirbæra í daglega lífinu

Námsmat

Skammstöfun

JARÐ1AJ05