Menntaskólinn í Reykjavík

Latína

Latína

Lýsing

Kenndar eru fjórar stundir á viku. Farið er yfir framburðarreglur og málfræðihugtök, helstu reglur latneskrar beygingafræði og grunnatriði í setningafræði. Þýddir eru stuttir kennslubókartextar, einstakar setningar og málshættir og greindir málfræðilega. Fjallað er um menningu og sögu Rómverja í samræmi við lesefni.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • almennum framburðarreglum klassískrar latínu
 • undirstöðuatriðum latneskrar mál- og beygingafræði
 • fræðiheitum latneskrar málfræði
 • einföldum orðaforða klassískrar latínu
 • vægi latínu í almennum og fræðilegum orðaforða annarra tungumála
 • menningarheimi Rómverja sem undirstöðu vestrænnar menningar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa og skilja einfalda texta, einstakar setningar, málshætti og stuttar sögur
 • greina einfalda texta málfræðilega með viðeigandi málfræðiheitum
 • þýða einfaldar setningar á latínu
 • skilja byggingu tungumálsins og bera saman við önnur tungumál
 • greina latnesk orð og orðstofna í almennum og fræðilegum orðaforða nútímamála

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • takast á við erfiðari verkefni innan námsgreinarinnar á efri þrepum
 • byggja á við nám annarra tungumála (orðaforði, beygingakerfi, setningafræði)
 • skilja betur rætur vestrænnar menningar

Námsmat

Námseinkunn byggir á mætingu, heimavinnu og skriflegum æfingum beggja missera. Jólapróf: Skriflegt próf í 90 mínútur. Vorpróf: Skriflegt próf í 90 mínútur.

Skammstöfun

LATÍ1MÁ09