Menntaskólinn í Reykjavík

Málabraut:

Málabraut

Á tímum hnattvæðingar verður góð tungumálakunnátta æ mikilvægari. Á málabraut er áhersla lögð á tungumál auk hugvísinda. Stúdentspróf þaðan er góð undirstaða náms í sagnfræði, heimspeki, guðfræði, félagsvísindum, lögum, hagfræði og alls konar viðskiptum. Það er góður undirbúningur að frekara tungumálanámi, námi og störfum við fjölmiðlun, þýðingum, ferðaþjónustu, alþjóðaviðskiptum, utanríkisþjónustu, félagsvísindium, söng-, leiklistar- eða öðru listnámi og margs konar öðru námi.

Við lok 4. bekkjar þurfa nemendur að velja á milli fjögurra deilda: fornmáladeildar I, fornmáladeildar II, nýmáladeildar I og nýmáladeildar II.

Í fornmáladeild I og nýmáladeild I felst val nemenda að hluta til í viðbót við kjarnagreinar en í fornmáladeild II og nýmáladeild II velja nemendur viðbótargrein.

Bæklingur um nám á málabraut