Menntaskólinn í Reykjavík

Þýskuþraut

Stuttmyndakeppni framhaldsskólanna í þýsku 2010

 Stuttmynd nemenda Menntaskólans í Reykjavík fékk fyrstu verðlaun

Þann 14. apríl fór fram verðlaunaafhending í Stuttmyndasamkeppni framhaldsskólanna í þýsku á málstofu í Iðnó sem haldin var af Þýska Sendiráðinu, Félagi þýzkukennara og Þýskudeild HÍ undir heitinu “Hvað getur þýska gert fyrir þig?”. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar keppni innan þýskunnar á landsvísu og voru samtals 17 stuttmyndir sendar inn til þátttöku í keppninni. Stuttmynd nemenda MR úr 5. bekk sem ber heitið “Klopf, klopf” vakti mikla athygli á málstofunni og fékk fyrstu verðlaun á málstofunni. Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

  • Arnar Guðjón Skúlason 5.S
  • Ása Dóra Gylfadóttir 5.R
  • Hrafnkell Óskarsson 5.S
  • Sigríður Lilja Magnúsdóttir 5.S
  • Paul Joseph Frigge 5.X
  • Jón Halldór Hjartarson 5.S

 

Stuttmyndin Klopf, klopf!

Hér má sjá myndir frá málstofunni í Iðnó en þar fór einnig fram verðlaunaafhending Þýskuþrautarinnar, sjá nánar.

picasa_albumid=5661653846307077825