Menntaskólinn í Reykjavík

Þýskuþraut

Þýskuþraut 2011

Fyrir  tilstilli Oddnýjar Sverrisdóttur, HÍ, hóf þýskuþrautin göngu sína hér á landi árið 1990. 
Síðan þá hefur  keppnin  farið fram árlega á vormánuðum og sér Félag Þýskukennara á Íslandi um framkvæmd hennar.  Þátttakan hefur ætið verið góð og stendur öllum framhaldsskólum  til boða.

Í ár tóku alls um 75 nemendur þátt í keppninni.  Venjan er að verðlauna 20 bestu úrlausnirnar.  Úr hópi vinningshafa fá tveir þátttakendur  4 vikna þýskalandsdvöl í boði PAD  (Pädagogischer Ausstauschdienst Deutschlands)  og einn vinningshafi fær 2 vikna dvöl í „Eurocamp“ þar sem ungmenni frá mörgum löndum hittast  og taka þátt í ýmsum verkefnum.

Nemendur skólans sýndu góðan árangur og urðu átta MRingar í efstu tuttugu sætunum:

  • Rakel Dís Ingólfsdóttir, 5.X, 3. sæti       
  • Alma Rut Ingólfsdóttir, 5.M, 4. sæti  
  • Hildur Þóra Ólafsdóttir, 4.T, 13.-14. sæti
  • Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, 4.T, 16. sæti
  • Sigríður Rósa Örnólfsdóttir, 5.M, 17. sæti
  • Ragnar Pálsson, 5.X, 18. sæti
  • Hallgerður H. Þorsteinsson, 5.X, 19. sæti
  • Ragna Helgadóttir, 5.M, 20. sæti