Menntaskólinn í Reykjavík

Skákmeistarar

Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík er Norðurlandameistari annað árið í röð. 
Í lokaumferðinni vannst 4-0 sigur á Finnlandi II.  Sveitin fékk 10 vinninga af 12 mögulegum og fékk hálfum vinningi meira en sænska sveitin sem hafnaði í öðru sæti.

Lokastaðan:

  • MR 10 v. af 12
  • Svíþjóð 9½ v.
  • Finnland I 3½ v.
  • Finnland II 1 v.

Skáksveit MR:

  • Sverrir Þorgeirsson, 6.Y
  • Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X
  • Paul Joseph Frigge, 6.X
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R

 

NM10_1

NM10_2

NM10_3

Sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák 2011. Þetta er þriðja árið í röð sem M.R. verður Íslandsmeistari framhaldskólasveita og er sveitin Norðurlandameistari frá 2009 og 2010! Glæsilegur árangur.  Hún hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fer í september.

Íslandsmót framhaldsskóla fór fram 12. febrúar og tefldu fjórar sveitir.

Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit með 10 1/2 vinning.
2. sæti: Verzlunarskóli Íslands með 8 vinninga.
3. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit með 3 vinninga.
4. sæti: Menntaskólinn í Kópavogi með 2 1/2 vinning

Sveitirnar voru skipaðar eftirtöldum nemendum:
A-sveitin:
1. borð: Sverrir Þorgeirsson, 6.Y
2. borð: Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y
3. borð: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X
4. borð: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R

B-sveitin:
1. borð: Paul Joseph Frigge, 6.X
2. borð: Árni Guðbjörnsson, 4.Q
3. borð: Leó Jóhannsson, 6.Y
4. borð: Bergsteinn Már Gunnarsson, 6.X

isl_mot_framhaldssk_2011_img_7317

Sigursveitin 2011