Menntaskólinn í Reykjavík

Skákmeistarar

Sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák 2010. Hún hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fer í Danmörku í september.
Íslandsmót framhaldsskóla fór fram föstudaginn 26. mars og tefldu fjórar sveitir.

Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit með 8 1/2 vinning.
2. sæti: Verzlunarskóli Íslands með 5 1/2 vinning.
3. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit með 5 1/2 vinning.
4. sæti: Menntaskólinn við Hamrahlíð með 4 1/2 vinning.

2010skak

Í sigurliði M.R. eru:
1. b. Sverrir Þorgeirsson
2. b. Bjarni Jens Kristinsson
3. b. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
4. b. Paul Joseph Frigge
 
Í bronsliði M.R. B-sveitar eru:
1. b. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2. b. Jóhannes Bjarki Tómasson
3. b. Mikael Luis Gunnlaugsson
4. b. Daníel Björn Yngvason

 

Skáksveitin heiðruð

skakmenn
Mynd, Morgunblaðið 19.11.10

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heiðraði unga afreksmenn í skák með kaffisamsæti í Ráðherrabústaðnum fimmtudaginn 18. nóvember.
Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík varð Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák, annað árið í röð, en liðið skipuðu Sverrir Þorgeirsson, 6.Y, Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X,  Paul Joseph Frigge 6.X  og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R.
Skáksveit Rimaskóla var Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák og skáksveit Salaskóla hlaut silfurverðlaun á Norðurlandameistaramóti grunnskóla.