Menntaskólinn í Reykjavík

Skákmeistarar

Menntaskólinn í Reykjavík er Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák

Skáksveit MR varð Norðurlandameistari framhaldsskóla en keppnin fór fram í Osló um helgina.
Við óskum þeim til hamingju en í skáksveitinni eru:
  • Sverrir Þorgeirsson
  • Bjarni Jens Kristinsson
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • Paul J. Frigge

Sveitin sigraði norsku sveitina 3-1, sem þjálfuð er af Simen Agdestein, í lokaumferðinni þrátt fyrir að vera stigalægri á öllum borðum og náði þar með efsta sætinu af gestgjöfunum. 
Sverrir Þorgeirsson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir unnu og Bjarni Jens Kristinsson og Paul Frigge gerðu jafntefli.

Frétt Skáksambandsins
Heimasíða mótsins í Noregi