Menntaskólinn í Reykjavík

Skákmeistarar

Skáksveitin heiðruð

skakmenn
Mynd, Morgunblaðið 19.11.10

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heiðraði unga afreksmenn í skák með kaffisamsæti í Ráðherrabústaðnum fimmtudaginn 18. nóvember.
Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík varð Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák, annað árið í röð, en liðið skipuðu Sverrir Þorgeirsson, 6.Y, Bjarni Jens Kristinsson, 6.Y, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5.X,  Paul Joseph Frigge 6.X  og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4.R.
Skáksveit Rimaskóla var Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák og skáksveit Salaskóla hlaut silfurverðlaun á Norðurlandameistaramóti grunnskóla.