Menntaskólinn í Reykjavík

Grunnskólakeppnin

Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda 2013

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 7. apríl. Hún var afar vel sótt en um 130 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Kára Þormar sá um tónlistarflutning.

Konrektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu.  Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur er nú haldin í tólfta skipti í Menntaskólanum í Reykjavík og að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Foldaskóla, Hagaskóla, Háaleitisskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Kársnesskóla, Landakotsskóla, Tjarnarskóla, Valhúsaskóla, Varmárskóla og Vogaskóla.  Stærðfræðikeppnin var haldin miðvikudaginn 13. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tók 201 þátt í keppninni. Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og þrír efstu á hverju stigi fengu peningaverðlaun frá Arionbanka.

8b2013

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

1. Emil F. Thoroddsen, Háteigsskóla
2. Gústaf Darrason, Hagaskóla
3.-4. Hrólfur Eyjólfsson, Austurbæjarskóla
3.-4. Þorsteinn Freygarðsson, Árbæjarskóli
5. Þorbjörg Anna Gísladóttir, Austurbæjarskóla
6. Eyja Sigriður Gunnlaugsdóttir, Austurbæjarskóla
7. Gréta Toredóttir, Háaleitisskóli
8. Guðbjörg Rún Torfadóttir, Foldaskóla
9. Sindri Már Hilmarsson, Kársnesskóla
10.-11. Jón Oddur Ólafsson, Austurbæjarskóla
10.-11. Sveinn Rúnar Másson, Valhúsaskóla

9b2013

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

1. Starri Snær Valdimarsson, Breiðholtsskóla
2. Ármann Pétursson, Breiðholtsskóla
3. Hallgrímur Kjartansson, Háteigsskóla
4. Hallbjörg Embla Sigtryggsdóttir, Háteigsskóla
5.-6. Ísidór Jökull Bjarnason, Hagaskóla
5.-6. Urður Gunnsteinsdóttir, Vogaskóla
7.-9. Elvar Wang Atlason Árbæjarskóla
7.-9. Nína Guðrún Arnardóttir, Kársnesskóla
7.-9. Sveinn Þórarinsson, Valhúsaskóla
10.-11. Katrín Kjartansdóttir, Árbæjarskóla
10.-11. Kristján Albert Kristinsson, Háteigsskóla

10b2013

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

1. Eydís Oddsdóttir Stenersen, Kársnesskóla
2. Elín María Árnadóttir Hagaskóla
3. Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, Austurbæjarskóla
4.-5. Signý Kristín Sigurjónsdóttir, Hagaskóla
4.-5. Soffía Gústafsdóttir, Hagaskóla
6.-7. Hjördís Lára Baldvinsdóttir, Valhúsaskóla
6.-7. Þórður Ágústsson, Foldaskóla
8. Magnús Jochum Pálsson, Landakotsskóla
9. Davíð Phuong Xuan Nguyen, Foldaskóla
10.-11. Margrét Andrésdóttir, Tjarnarskóla
10.-11. Sigurður Gunnarsson, Foldaskóla

m1Bjarni Gunnarsson konrektor ávarpaði samkomuna.

m2
Kór Menntaskólans í Reykjavík undir stjórn Kára Þorma söng við athöfnina.

m3
Hátíðasalurinn var þéttsetinn af um 130 gestum.