Menntaskólinn í Reykjavík

Grunnskólakeppnin

Grunnskólakeppnin í stærðfræði

Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 2. apríl. Hún var afar vel sótt en um 140 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

DSC02784

Rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans og skólastarfinu. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur er nú haldin í sextánda skipti í Menntaskólanum í Reykjavík og að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Foldaskóla, Grunnskóla Hornafjarðar, Hagaskóla, Háaleitisskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Hörðuvallarskóla, Ingunnarskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Landakotsskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Lágafellsskóla, Réttarholtsskóla, Smáraskóla, Tjarnarskóla, Valhúsaskóla, Varmárskóla og Vogaskóla. Stærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum. Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio en þrír efstu á hverju stigi fengu peningaverðlaun frá Arionbanka. Nemendur í 8. og 9. bekk sem fengu einnig viðurkenningu í fyrra fengu að þessu sinni í stað reiknivéla bækur úr ritröðinni Punktar og tölur en nemendur í 10. bekk sem áður höfðu fengið reiknivél fengu fyrri hluta stærðfræðibókarinnar sem kennd er á náttúrufræðibraut í MR. Rektor þakkaði félögum í Kór Menntaskólans í Reykjavík fyrir tónlistarflutninginn og aðstoð við verðlaunaafhendingu, Margréti Hvannberg fyrir skipulagningu athafnarinnar, 6. bekkingum fyrir aðstoð við prófgæslu í keppninni, stærðfræðikennurum fyrir umsjón með keppninni og Arionbanka fyrir að styrkja keppnina. Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og síðast en ekki síst grunnskólanemendum fyrir þátttökuna.

DSC02787

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

 1. Ómar Ingi Halldórson, Valhúsaskóla
 2. Ingólfur Bjarni Elíasson, Foldaskóla
 3. Teresa Ann Frigge, Landakotsskóla
 4. Sæmundur Árnason, Foldaskóla
 5. Margrét Rán Rúnarsdóttir, Valhúsaskóla
 6. Svava Þóra Árnadóttir, Hagaskóla
 7. Embla Nótt Pétursdóttir, Vogaskóla
 8. Ragnar Björn Ingvarsson, Laugalækjarskóla
 9. (9.-10.) Hrafnkatla Ívarsdóttir, Hagaskóla
 10. (9.-10.) Kári Daníel Alexandersson, Austurbæjarskóla.

DSC02789

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

 1. Vigdís Selma Sverrisdóttir, Hagaskóla
 2. Selma Rebekka Kattoll, Hagaskóla
 3. Telma Jeanne Bonthonneau, Austurbæjarskóla
 4. Kristófer Fannar Björnsson, Lágafellsskóla
 5. Bragi Þorvaldsson, Kársnesskóla
 6. (6.-7.) Bjarki Daníel Þórarinsson, Valhúsaskóla
 7. (6.-7.) Kolbeinn Tumi Kristjánsson, Foldaskóla
 8. (8.-9.) Jón Hákon Garðarsson, Árbæjarskóla
 9. (8.-9.) Þórdís Elín Steinsdóttir, Foldaskóla
 10. (10.-11.) Runólfur Þorláksson, Ingunnarskóla
 11. (10.-11.) Sigurður Patrik Fjalarsson, Hagaskóla.

DSC02794

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

 1. Nanna Kristjánsdóttir, Hagaskóla
 2. Kári Rögnvaldsson, Valhúsaskóla
 3. Ellert Kristján Georgsson, Hagaskóla
 4. Tumi Oddsson, Landakotsskóla
 5. Geir Ragnarsson, Réttarholtsskóla
 6. Örn Steinar Sigurbjörnsson, Réttarholtsskóla
 7. (7.-9.) Bjarki Baldursson Harksen, Kársnesskóla
 8. (7.-9.) Eiríkur Friðjón Kjartansson, Austurbæjarskóla
 9. (7.-9.) Mikael Sævar S. Eggertsson, Hlíðaskóla
 10. Magnús Breki Sigurðsson, Foldaskóla.