Menntaskólinn í Reykjavík

Frönskukeppni

Frönskukeppni 2007

Í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi pas ? stóð Sendiráð Frakklands í samstarfi við Vetrarhátíð, Félag frönskukennara á Íslandi og Alliance française, fyrir samkeppni fyrir framhaldsskólanema sem stunda nám í frönsku. Fór keppnin fram í Iðnó, laugardaginn 24. febrúar, kl. 14. Þema samkeppninnar var:  « Qu’est-ce que la France pour vous ? » - « Hvað er Frakkland í ykkar augum ? ». Öll tjáningarform voru leyfð, svo framarlega sem unnið var með franska tungu. Nemendur sömdu ljóð, smásögur, teiknimyndasögur, lag og lagatexta, gerðu stuttmynd, kynningarmyndir og glærusýningar,  tóku ljósmyndir og útbjuggu kynningarspjöld. Var keppt í þremur flokkum eftir árum. Nemendur í MR hrepptu verðlaun í öllum flokkum. Úrslitin voru sem hér segir:

1. flokkur (nemendur á 1. ári)
1. verðlaun:
Stuttmynd eftir:
Ragnheiði St. Ásgeirsdóttir, Sólrúnu Sigurðardóttir, Ívar Sævarsson,
Ými Óskarsson í 3. F.
Sjáið myndbandið hér
2. verðlaun:
Útsaumaður púði eftir Sunnu Dís Hjörleifsdóttur í 3.J.

2. flokkur (nemendur á 2. ári)
1. verðlaun:
Veggspjald og ljóð eftir Dagnýu Engilbertsdóttur í 4. X
2. verðlaun:
Ljóð eftir Brynju Björg Halldórsdóttur í 4. B.

3. flokkur (nemendur á 3. ári)
1. verðlaun:
Kynningarmynd eftir: Valborgu  Sturludóttur, Bjarna Þorsteinsson, Níels Pálma Skovsgaard Jónsson, Erling Einarsson og Arnar Frey Lárusson í 5.S.
Sjáið myndbandið hér