Menntaskólinn í Reykjavík

Frönskukeppni

Frönskukeppni framhaldskólanna 2010

Frönskukeppni framhaldskólanna,  „Allons en France“ var haldin í Borgarbókasafninu laugardaginn 20. mars sl. Að keppninni stóðu Sendiráð Frakklands,  Félag frönskukennara og Alliance française. Keppnin er haldin árlega í tengslum við viku franskrar tungu.
Keppendur í ár voru 5 frá 4 framhaldskólum, Menntaskólanum í Reykjavík, Kvennaskólanum, Menntaskólanum í Hamrahlíð og Borgarholtsskóla. Fluttu nemendur eigin lög við frumsaminn texta og var þemað Frakkland í dag og á morgun.
Fulltrúi MR var Halldór Eldjárn í 5.Y og sigraði hann í keppninni með glæsibrag. Við óskum honum til hamingju með árangurinn. Í öðru sæti var keppandi Kvennaskólans.

2010franska3

2010franska1

2010franska2