Menntaskólinn í Reykjavík

Frönskukeppni

Frönskukeppni framhaldskólanema „Allons en France 2011"

Frönskukeppni framhaldsskólanema „Allons en France 2011“  fór fram í Borgarbókasafninu þann 19. mars og gekk vel. Keppendur voru átta, frá fimm skólum: Borgarholtsskóla, Kvennaskólanum í Reykjavík, MK, MH og MR.
 Í dómnefnd voru Marine Landais, frá Franska sendiráðinu, Ásta Ingibjartsdóttir og François Heenen frá Háskóla Íslands. Keppendur fluttu frumsamin ljóð eða lög, en þema keppninnar í ár var „Le sport et la francophonie“. Fyrir hönd MR kepptu þrír nemendur, þær Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir úr 5.M, Arna Rut Emilsdóttir úr 4.S og Birna Sigurðardóttir úr 4.S. Þær stóðu sig allar með miklum sóma og hlaut Katrín Þóra 3. sætið.
franska1