Menntaskólinn í Reykjavík

Forritunarkeppni

Forritunarkeppni framhaldsskólann fór fram helgina 10.-11. mars í Háskólanum í Reykjavík.  Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík náði 2. sæti í Sheldon Cooper deildinni, en í þeirri deild kepptu nemendur sem eru komnir langt í námi í forritun. Liðið skipuðu

Andrea Björk Björnsdóttir, 6.X
Atli Þór Sveinbjarnarson, 6.X
Stefán Alexis Sigurðsson, 6.X

Við óskum þeim til hamingju með mjög góðan árangur.

Forritunarkeppni framhaldsskólanema var haldin í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. mars. Keppt er í þremur flokkum, alpha, beta og delta. Alpha-deildin er ætluð nemendum sem hafa stundað forritun umfram það sem kennt er í skólum. Það kepptu 4 lið í alpha, 5 í beta og 21 í delta frá 7 framhaldsskólum. Nemendur skólans stóðu sig mjög vel.
  • Í 1. sæti í betadeild var liðið Tölvuakademían, sem  var skipað Arnóri Hákonarsyni, 6.X, og Matthíasi Páli Gissurarsyni, 6.Z.
  • Í 2. sæti í betadeild var liðið Synergy, sem var skipað Atla Þór Sveinbjarnarsyni,  Atla Þór Sigurgeirssyni,  og Stefáni Alexis Sigurðssyni, allir úr 5.X.
  • Í 4. sæti í alphadeild var liðið Sverrir, sem var skipað Bjarna Jens Kristinssyni, Róberti Kjaran Ragnarssyni og Leó Jóhannssyni, allir úr 6.Y.